Combat Girls (Stríðsstelpur)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 105 mín.
- Land: Þýskaland
- Texti: Íslenskur (upphaflegt heiti myndar: Kriegerin)
- Leikstjóri: David Wnendt
- Aðalhlutverk: Alina Levshin, Jella Haase, Gerdy Zint, Sayed Ahmad og Wasil Mrowat
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 8. október 2012
EFNI: Marisa er tvítug þýsk kona sem hatar útlendinga, gyðinga, lögguna og alla sem henni finnst að eigi sök á hnignun þýsku þjóðarinnar. Hún kann best við sig í nýnasista klíkunni sem hún er í, en þar er hatur, ofbeldi og taumlaus veisluhöld daglegt brauð.
UMSÖGN: Rolling Stone tímaritið kallaði myndina „bestu myndina sem hefur komið frá Þýskalandi í áraraðir“. Stríðsstelpur er dæmi um það þegar hvernig skáldskapurinn getur verið skuggalega líkur veruleikanum. Einn þýsku nýnasistanna sem drápu innflytjendur í fyrra á sláandi líkan bakgrunn og Marisa.