Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Djúpið

Djúpið

Oct 12, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
  • Lengd: 100 mín.
  • Land: Ísland
  • Leikstjóri: Baltasar Kormákur
  • Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þorbjörg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júlíusson, María Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 12. október 2012

EFNI: Fiskibátur heldur á haf út fyrir dögun á köldum vetrarmorgni, mannaður fámennri áhöfn, sem ýmist fleygir sér í koju eða heldur sér vakandi á kaffi og sígarettum. Kvikmyndin Djúpið er eftir Baltasar Kormák og er lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar, en það var aftur innblásið af þeim einstæða atburði, þegar Guðlaugur Friðþórsson náði að bjarga lífi sínu, einn áhafnarmeðlima, eftir að Hellisey VE503 hvolfdi seint að kvöldi sunnudagsins 11.mars árið 1984. Nokkrir komust á kjöl en það leið ekki langur tími áður en báturinn sökk. Veður var stillt, frost og stjörnubjart þessa nótt; sjórinn ískaldur. Þegar hann bankaði örmagna upp á í húsi í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum í bítið morguninn eftir og tilkynnti um hvað gerst hefði um nóttina, kom í ljós hvílíka þolraun hann hafði gengið í gegnum þessa nótt. Horft á eftir félögum sínum, synt í sjónum í um sex klukkustundir og síðan gengið berfættur yfir úfið og oddhvasst hraunið sem umlykur eyjarnar.

UMSÖGN: ÞKvikmyndin Djúpið fjallar í aðra röndina um atburði þá sem gerðust þessa nótt, en hún gefur okkur einnig innsýn inn í líf íslenskra sjómanna í gegnum tíðina og hinar óblíðu aðstæður sem þeir og fjölskyldur þeirra hafa búið við í sjávarplássum um allt land við að draga björg í bú Það er Ólafur Darri Ólafsson sem leikur aðalhlutverk myndarinnar en með önnur stærri hlutverk fara Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þorbjörg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júlíusson, María Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen.

Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Djúpið”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.