2 Days in New York (2 dagar í New York)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 96 mín.
- Land: Frakkland, Þýskaland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Julie Delpy
- Aðalhlutverk: Julie Delpy, Chris Rock og Albert Delpy
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 18. október 2012
EFNI: Hin franska Marion býr í New York ásamt Mingusi sambýlismanni sínum og börnum þeirra af fyrri samböndum. Fjölskyldan hefur það huggulegt í stórborginni þar til faðir og systir Marion mæta á svæðið ásamt kærasta systurinnar. Skellur á með stormum og stórsjóum enda víla gestirnir ekkert fyrir sér þegar kemur að því að njóta lífsins lystisemda.
UMSÖGN: Þessi eldfjöruga og æsilega fjölskyldusaga er hin besta skemmtun. Myndin er óbeint framhald 2 Days in Paris sem Delpy gerði fyrir nokkrum árum. Þar kynnti hún þáverandi kærasta fyrir fjölskyldu sinni, nú snýst dæmið við. Hér er óhætt að lofa ófáum hlátrasköllum, Woody og Seinfeld andinn er skammt undan en Delpy gerir þetta þó alveg á sinn hátt.