Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Purge (Hreinsun)

Purge (Hreinsun)

Oct 21, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
  • Lengd: 125 mín.
  • Land: Finnland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Antti Jokinen
  • Aðalhlutverk: Laura Birn, Liisi Tandefelt og Amanda Pilke
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 26. október 2012

EFNI: Hreinsun er einstaklega áhrifamikil saga um ást, grimmd og svik, og örvæntingarfulla baráttu manneskjunnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju.

Aliide hefur upplifað hrylling Stalínstímans og nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu. Sjálf hefur hún mannslíf á samviskunni og er þjökuð af sektarkennd. Nótt eina árið 1992 finnur hún unga konu við hús sitt, þetta er Zara sem hefur sloppið úr klóm rússnesku mafíunnar þar sem hún var kynlífsþræll. Aliide kemst að því að Zara er skyld henni. Saman leggja þær í mikla háskaför á vit skelfilegrar fortíðar í Eistlandi Sovéttímans.

UMSÖGN: Græna ljósið kynnir  kvikmyndina Purge, sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir Sofi Oksanen. Myndin er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár. Bókin kom út á íslensku árið 2010 undir nafninu Hreinsun og naut mikillar hylli íslenskra lesenda. Hreinsun er enda meðal umtöluðustu skáldverka undanfarinna ára. Leikritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfundurinn skáldsögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið metsölubók og sankað að sér verðlaunum. Oksanen hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hreinsun á liðnu ári. Þjóðleikhúsið sýndi leikritið byggt á bókinni á síðast leikári og tóku áhorfendur og gagnrýnendur því einkar vel. Sofi Oksanen sótti Ísland heim árið 2010.

“Powerful. Heart-stopping. Ravishing. Brilliant.”
Tuomas Riskala / Iltalehti

“A masterpiece as a movie.”
– Tapani Jussila / Pohjolan Sanomat

“Strong both visually and dramatically.”
-Toni Jerrman / Kauppalehti

Evrópa, Finnland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Purge (Hreinsun)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.