Hrekkjavökuforsýning 31. okt.: Berberian Sound Studio
Tryggðu þér miða á forsýningu hins frábæra sálfræðitryllis Berberian Sound Studio, miðvikudaginn 31. október kl. 20.
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 92 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Peter Strickland
- Aðalhlutverk: Toby Jones, Tonia Sotiropoulou and Susanna Cappellaro
- Dagskrá: Hrekkjavaka
- Sýnd: 31. október 2012
EFNI: Gilderoy (Toby Jones), virðulegur breskur Foley artist (effektahljóðmaður) er fenginn til að vinna að hljóðrás ítalskrar hrollvekju. Sér til mikillar hrellingar uppgötvar hann að lífið fer að líkja eftir listinni og hinir skelfilegu atburðir myndarinnar færast yfir í raunveruleikann.
UMSÖGN: Þessi sálfræðitryllir hefur fengið frábær viðbrögð á undanförnum vikum og mánuðum. The Daily Telegraph kallar hana “einstaka kvikmynd” og Peter Bradshaw hjá The Guardian segir hana “sérlega skrýtna og sérlega góða” og bætir við að leikstjórinn Peter Strickland sé nú kominn í hóp lykilmanna sinnar kynslóðar í breskum kvikmyndum.