Svartir sunnudagar: Dawn of the Dead
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1978
- Lengd: 127 mín.
- Land: Bandaríkin
- Texti: Nei
- Leikstjóri: George A. Romero
- Aðalhlutverk: David Emge, Ken Foree og Scott H. Reiniger
- Dagskrá: Svartir sunnudagar
- Sýnd: 4. nóvember 2012
EFNI: Dawn of the Dead (1978) er af mörgum talin vera besta Zombie-mynd allra tíma. Hún er gerð af meistaranum George A. Romero sem tíu árum áður hafði brotið blað í sögunni með hinni frumlegu Night of the Living Dead, sem sló í gegn. Í Dawn of the Dead gengur Romero lengra í uppvakningapælingu sinni og bætir inn góðum skammti af samfélagsgagnrýni.
UMSÖGN: Myndin er framleidd af ítölsku hryllingsbræðrunum Dario og Claudio Argento, auk þess sem Goblin semja tónlistina í samvinnu við Dario Argento. Myndin var frumsýnd á Ítalíu undir nafninu Zombi, níu mánuðum áður en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum.
Svartir sunnudagar í Bíó Paradís
Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.
[note color=”#FFCC00″]Disclaimer: We have not been able to find the rights holder for this film. If you have such rights please contact the manager Hrönn Sveinsdóttir (see contact details at footer). The screening was scheduled in good faith Sunday November 4 2012.[/note]