Shadow Dancer
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 101 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: James Marsh
- Aðalhlutverk: Clive Owen, Andrea Riseborough og Gillian Anderson
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 8. nóvember 2012
EFNI: Collette (Riseborough) er meðlimur í IRA og tekur þátt í misheppnaðri sprengjutilraun í London. Mac (Owen), fulltrúi hjá leyniþjónustunni MI5, tekur hana höndum og gerir henni tilboð. Hún gerist annaðhvort uppljóstrari eða fari í fangelsi. Collette er umhugað um velferð sonar síns og samþykkir að svíkja hugsjónir sínar og fjölskyldu með því að gerast njósnari fyrir MI5. Smám saman aukast grunsemdir um Collette hjá félögum hennar. Þau Mac verða að grípa til róttækra ráðstafana til að vernda leyndarmál hennar um leið og hringurinn þrengist stöðugt.
UMSÖGN: Þetta er fyrsta leikna mynd James March sem sló í gegn fyrir fáeinum árum með myndinni Man on Wire. Myndin hefur fengið frábæra dóma eins og m.a. má sjá hér.