Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Black Sunday

Svartir sunnudagar: Black Sunday

Nov 07, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1960
  • Upprunalegur titill: La maschera del demonio
  • Lengd: 87 mín.
  • Land: Ítalía
  • Texti: Enskur
  • Leikstjóri: Mario Bava
  • Aðalhlutverk: Barbara Steele, John Richardson og Andrea Checchi
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 11. nóvember 2012

Plakat myndarinnar er sérstaklega gert fyrir Svarta sunnudaga af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

EFNI: Norn í hefndarhug rís úr gröf sinni með það að markmiði að taka yfir líkama undurfagurrar stúlku sem er afkomandi nornarinnar. Nornin nýtur stuðnings dyggs en djöfullegs þjóns síns en aðeins bróðir stúlkunnar og myndarlegur læknir standa í vegi hennar.

UMSÖGN: Hið fræga grundvallaverk Black Sunday eftir hinn ítalska meistara Mario Bava, var gerð árið 1960 og var fyrsta mynd þessa guðföðurs ítalskra hryllingsmynda. Mario Bava er í dag hylltur af helstu leikstjórum samtímans, s.s. eins og Quentin Tarantino, Tim Burton og Martin Scorcese,  enda er hans sjónræni stíll einstakur. Black Sunday er lauslega byggð á smásögu eftir Nikolai Gogol og var bönnuð í Bretlandi vegna ljótra ofbeldisatriða. Í Bandaríkjunum keyptu American International sýningarréttinn og var hún sýnd þar í snyrtri útgáfu við miklar vinsældir. Hrollvekjudrottningin Barbara Steele skaust uppá stjörnuhimininn með þessari frábæru mynd sem sýnd verður á Svörtum sunnudögum, sunnudagskvöldið 11. nóvember kl. 20:00 í Bíó Paradís.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

[note color=”#FFCC00″]Disclaimer: We have not been able to find the rights holder for this film. If you have such rights please contact the manager Hrönn Sveinsdóttir (see contact details at footer). The screening was scheduled in good faith Sunday November 11 2012.[/note]

Ítalía, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Black Sunday”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.