Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Carnival of Souls

Svartir sunnudagar: Carnival of Souls

Dec 04, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1962
  • Lengd: 78 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Texti: Nei
  • Leikstjóri: Herk Harvey
  • Aðalhlutverk: Candace Hilligoss, Frances Feist and Sidney Berger
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 9. desember 2012

Plakat myndarinnar sérstaklega gert fyrir Svarta sunnudaga af Kolbeini Huga Höskuldssyni.

EFNI: Myndin segir frá konu sem næstum drukknar en kemst á þurrt land eftir þriggja tíma leit björgunarmanna. Hún ræður sig sem kirkjuorganista í litlum bæ í Utah og einkennilegir hlutir fara að gerast.

UMSÖGN: Myndina gerði heimildamyndagerðarmaðurinn Herk Harvey fyrir mjög litla peninga og fékk hún mjög takmarkaða dreifingu framanaf og var talin B-mynd. Það þýddi að bílabíóin voru hennar helsti sýningarstaður og eftir því sem leið á fór hún að afla sér fylgis hjá afmörkuðum hópum. Myndin er afar sérstök. Flokkast sem hryllingsmynd en býr yfir sérstöku andrúmslofti sem ekki ómerkari menn en David Lynch hafa sótt sér innblástur í. Carnival of Souls býr yfir töfrum sem erfitt er að setja fingur á og þessvegna á vel við að sjá hana í bíói, þar sem allt getur gerst.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

[note color=”#FFCC00″]Disclaimer: We have not been able to find the rights holder for this film. If you have such rights please contact the manager Hrönn Sveinsdóttir (see contact details at footer). The screening was scheduled in good faith Sunday December 9 2012.[/note]

Bandaríkin, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Carnival of Souls”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.