Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Chicken with Plums (Kjúklingur með plómum)

Chicken with Plums (Kjúklingur með plómum)

Dec 16, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
  • Upphaflegt heiti: Poulet aux prunes
  • Lengd: 93 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjórar: Marjane Satrapi, Vincent Paronnaud
  • Aðalhlutverk: Mathieu Amalric, Edouard Baer og Maria de Medeiros
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 26. desember 2012

EFNI: Teheran, 1958. Nasser Ali Khan, einn dáðasti tónlistarmaður síns tíma, hefur verið með böggum hildar síðan ástkær fiðla hans eyðilagðist. Hann finnur ekkert hljóðfæri sem jafnast á við hana og ákveður því að leggjast í rúmið og bíða dauða síns. Meðan á biðinni stendur gleymir hann sér í margskonar hugleiðingum, minningum og draumum, ásamt því að engill dauðans kemur í heimsókn og sýnir honum framtíð barna hans. Smám saman raðast brotin saman og hið undursamlega leyndarmál lífs hans kemur í ljós; dásamleg ástarsaga sem blés honum snilldarverkum í brjóst.

UMSÖGN: Þessi einstaka og ævintýralega mynd er sannkölluð veisla fyrir augu og eyru. Full af gleði og sorg, töfrum og dásamlegri tónlist. Önnur mynd Satrapi, sem áður gerði hina frábæru Persepolis.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Chicken with Plums (Kjúklingur með plómum)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.