Chicken with Plums (Kjúklingur með plómum)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
- Upphaflegt heiti: Poulet aux prunes
- Lengd: 93 mín.
- Land: Frakkland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjórar: Marjane Satrapi, Vincent Paronnaud
- Aðalhlutverk: Mathieu Amalric, Edouard Baer og Maria de Medeiros
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 26. desember 2012
EFNI: Teheran, 1958. Nasser Ali Khan, einn dáðasti tónlistarmaður síns tíma, hefur verið með böggum hildar síðan ástkær fiðla hans eyðilagðist. Hann finnur ekkert hljóðfæri sem jafnast á við hana og ákveður því að leggjast í rúmið og bíða dauða síns. Meðan á biðinni stendur gleymir hann sér í margskonar hugleiðingum, minningum og draumum, ásamt því að engill dauðans kemur í heimsókn og sýnir honum framtíð barna hans. Smám saman raðast brotin saman og hið undursamlega leyndarmál lífs hans kemur í ljós; dásamleg ástarsaga sem blés honum snilldarverkum í brjóst.
UMSÖGN: Þessi einstaka og ævintýralega mynd er sannkölluð veisla fyrir augu og eyru. Full af gleði og sorg, töfrum og dásamlegri tónlist. Önnur mynd Satrapi, sem áður gerði hina frábæru Persepolis.