Svartir sunnudagar: Santa Claus Conquers the Martians
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1964
- Lengd: 81 mín.
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Nicholas Webster
- Aðalhlutverk: John Call, Leonard Hicks og Vincent Beck
- Dagskrá: Svartir sunnudagar
- Sýnd: 26. desember kl. 20:00
EFNI: Hvað er til ráða þegar börnin á Mars eru orðin of köntuð og leiðinleg af vélrænu uppeldi og aga? Jú, þá er best að fara til jarðarinnar og ræna jólasveininum. Og svo það sé öruggt að það sé alvöru jólasveinninn sem er fluttur með valdi til plánetunnar rauðu er tveimur jarðarbörnum rænt í leiðinni og tekin með. Þar hefst leikfangaframleiðsla sem er ógnað af gleðispillinum Voldar sem gerir allt sem í hans valdi stendur til að eyðileggja dótið og koma börnunum og Sveinka fyrir kattarnef. Tekst börnunum tveimur að snúa á Voldar í samvinnu við jólasveininn og Marskrakkana Girmar og Bómar? Eru jólin komin til að vera á Mars? Eru vélmennin virkilega búin til úr pappakössum og álpappír?
UMSÖGN: Svörin er að finna í „Santa Claus Conquers the Martians“, jólamynd Svartra sunnudaga. Myndin er talin ein „versta“ kvikmynd allra tíma um leið og hún er orðin sígild skemmtun fyrir fólk með smekk fyrir hinu undarlega.
Svartir sunnudagar í Bíó Paradís
Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.
[note color=”#FFCC00″]Disclaimer: We have not been able to find the rights holder for this film. If you have such rights please contact the manager Hrönn Sveinsdóttir (see contact details at footer). The screening was scheduled in good faith Sunday December 26 2012.[/note]
[…] the Martians, eina af verstu kvikmyndum allra tíma, annan í jólum kl. 20:00 í Bíó Paradís. Á heimasíðu Bíó Paradísar er myndinni lýst svona: Hvað er til ráða þegar börnin á Mars eru orðin of köntuð og […]