Svartir sunnudagar: The Incredible Shrinking Man
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1957
- Lengd: 81 mín.
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Jack Arnold
- Aðalhlutverk: Grant Williams, Randy Stuart og April Kent
- Dagskrá: Svartir sunnudagar
- Sýnd: 30. desember kl. 20:00
EFNI: Myndin fjallar um mann sem verður fyrir því óláni að anda að sér dularfullri gastegund sem notuð er í til að búa til atómsprengju. Við það byrjar hann að minnka hægt en örugglega. Eftir því sem aumingja maðurinn minnkar meir byrja hætturnar að aukast á heimili hans. Meðal annars verður blessaður heimiliskötturinn einn af hans skæðustu óvinum.
UMSÖGN: Svartir sunnudagar munu enda árið með því að sýna hina mögnuðu vísindaskáldsögumynd The Incredible Shrinking Man frá 1957. Myndin var sýnd í Hafnarbíói ári síðar við miklar vinsældir og má segja að hún hafi skapað sér nokkra sérstöðu hérlendis þar sem Ríkissjónvarpið sýndi hana í byrjun ársins 1976 undir nafninu “Maðurinn sem minnkaði” og er hún greipt í minni margra sem fæddir eru á árunum milli 1960 og 1970, enda algerlega ógleymanleg mynd.
Myndin er gerð af Jack Arnold og byggð á skáldsögu eftir Richard Matherson. Hún er viðurkennd af kvikmyndanördun um allan heim sem mikilvægt framlag til vísindaskáldsögunnar.
Sýningin fer fram í Bíó Paradís, sunnudagskvöldið 30 desember kl. 20.
Svartir sunnudagar í Bíó Paradís
Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.
[note color=”#FFCC00″]Disclaimer: We have not been able to find the rights holder for this film. If you have such rights please contact the manager Hrönn Sveinsdóttir (see contact details at footer). The screening was scheduled in good faith Sunday December 26 2012.[/note]