ÞRJÚBÍÓ: The Kid
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1921
- LENGD: 68 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Edna Purviance og Jackie Coogan
- DAGSKRÁ: Þrjúbíó, 30. desember 2012, kl. 15:00
The Kid var fyrsta langmynd Chaplin og sló hressilega í gegn á sínum tíma – sem og allar götur síðan! Flækingurinn tekur að sér yfirgefið barn og má hafa sig allan við því stráksi er uppátækjasamur. Þeir bindast sterkum böndum en örlögin grípa í taumanna og stía þeim í sundur. Flækingurinn leggur allt í sölurnar til að freista þess að sameina þá aftur.