Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Solaris

Svartir sunnudagar: Solaris

Jan 03, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1972
  • Lengd: 167 mín.
  • Land: Sovétríkin (enskur texti)
  • Leikstjóri: Andrei Tarkovsky
  • Aðalhlutverk: Natalya Bondarchuk, Donatas Banionis and Jüri Järvet
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 6. janúar kl. 20:00
Mynd: Davíð Halldórsson. Uppsetning: Ómar Örn Hauksson. Gert fyrir Svarta sunnudaga.

Mynd: Davíð Halldórsson. Uppsetning: Ómar Örn Hauksson. Gert fyrir Svarta sunnudaga.

EFNI: Solaris er byggð á skáldsögu eftir rússneska vísindaskáldsöguhöfundinn Stanislav Lem og var hún endurgerð árið 2002 og þá með George Clooney í aðalhlutverki. Sagan segir frá sálfræðingi sem er kallaður til starfa á geimstöð sem er á sporbaug við plánetuna Solaris. Þar eru vægast sagt undarlegir hlutir á ferli þar sem minningar áhafnarinnar byrja að líkamnast.

UMSÖGN: Svartir sunnudagar ætla að kveðja jólin með Sovéskum þunga, þegar sýnt verður eitt af meistaraverkum íslandsvinarins Andrej Tarkovski, Solaris frá árinu 1972. Hér er á ferðinni frægasta költ myndin frá tímum járntjaldsins. Hún var sýnd í Sovétríkjunum samfleytt í fimmtán ár í nokkrum vel völdum bíóhúsum. Í dag er hún talin með bestu sci-fi myndum sem gerðar hafa verið.

Myndin verður sýnd í Bíó Paradís, sunnudagskvöldið 6. janúar klukkan 20:00.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Bandaríkin, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Solaris”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.