Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: High Plains Drifter

Svartir sunnudagar: High Plains Drifter

Jan 08, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1973
  • Lengd: 105 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Clint Eastwood
  • Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Verna Bloom og Marianna Hill
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 13. janúar kl. 20:00
Plakat eftir Söru Riel, gert sérstaklega fyrir Svarta sunnudaga.

Plakat eftir Söru Riel, gert sérstaklega fyrir Svarta sunnudaga.

EFNI: Förumaður kemur ríðandi út úr hitamistri sléttunnar og tekur stefnuna á þorpskrílið Lago. Þangað kominn tekur hann til við að rétta af siðferðiskúrsinn hjá íbúunum en stutt er síðan þeir stóðu hjá þegar lögreglustjórinn þeirra var myrtur fyrir allra augum. Aðfarir förumannsins nafnlausa eru með miklum ólíkindum, ofbeldisfullar og ögrandi, og hans einu samherjar eru lauslætisdrós og þorpsdvergurinn. Þegar sveit óþokka stefnir á bæinn til að fremja þar sín voðaverk leita bæjarbúar ásjár hjá komumanninum og hann bæði bjargar þeim og tuktar til í senn. Hvort hann er mennskur maður, vofa eða refsivöndur Guðs er ekki ljóst, en eitt er víst og það er að hann er bæði ráðagóður og snjall með skotvopnið.

UMSÖGN: ‘High Plains Drifter’ er fyrsti vestrinn sem Clint Eastwood leikstýrði og talinn með bestu vestrum allra tíma. Um leið og hann spinnur við ‘the man with no name’ persónuna sem hann lék í dollaramyndum Sergios Leone fer hann með vestraformið í óvæntar áttir svo útkoman verður kvikmynd er allt í senn myrk, súrrealísk og fyndin.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Bandaríkin, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: High Plains Drifter”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.