Hvellur
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 60 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Grímur Hákonarson
- Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson
- Klipping: Steinþór Birgisson, Eva Lind Höskuldsdóttir
- Hljóðhönnun: Björn Viktorsson
- Framleiðendur: Sigurdur Gísli Pálmason, Hanna Björk Valsdóttir
- Framleiðslufyrirtæki: Ground Control Productions
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 24. janúar 2013
EFNI: HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.
UMSÖGN: Þessarar heiildamyndar Gríms Hákonarsonar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
HVELLUR from Ground Control Productions on Vimeo.
[…] Myndin verður frumsýnd í bíó Paradís 24. janúar […]