Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
David Lynch: Íhugun, sköpun, friður

David Lynch: Íhugun, sköpun, friður

Jan 26, 2013 Engin skoðun

„Íhugun, sköpun, friður“ nefnist ný heimildamynd um David Lynch sem frumsýnd verður hér á landi í Bíó Paradís næstkomandi fimmtudag, 31. janúar kl. 18. Í heimildamyndinni er fylgst með ferðalagi David Lynch til 16 landa sem hann fór í þeim tilgangi að ræða við ungt fólk um áhugamál sín, þ.e.a.s. innhverfa íhugun, kvikmyndir og heimsfrið.

David Lynch stofnaði sjóð í eigin nafni árið 2005 til þess að styðja fólk á öllum aldri hvar sem er í veröldinni til að vinna bug á streitu og mótlæti og stuðla að andlegum þroska með innhverfri íhugun. Mörgum er í fersku minni koma David Lynch til Íslands skömmu eftir hrunið og fjölmennur fundur sem hann hélt í Háskólabíói. Í kjölfarið niðurgreiðddi sjóður David Lynch námsgjöld um 1.400 Íslendinga í innhverfri íhugun með 12 milljón króna framlagi. David Lynch hvatti Íslendinga til þess að læra og stunda innhverfa íhugun því það væri besta leiðin til að mæta þeim erfiðleikum sem við blöstu og komast hratt upp úr efnahagshruninu.

Í myndinni er sýnt frá heimsóknum David Lynch í marga skóla og stofnanir víða um heim þar sem hann lýsir m.a. eigin reynslu af iðkun innhverfrar íhugunar sl. 35 ár og þýðingu íhugunar á sínum ferli.

Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða kl. 18 fimmtudaginn 31. janúar í sal 3 í Bíó Paradís við Hverfisgötu.

Sjá má brot úr myndinni hér.

 

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “David Lynch: Íhugun, sköpun, friður”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.