XL
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2013
- Lengd: 92 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Marteinn Þórsson
- Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, María Birta, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Thorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 1. febrúar 2013
EFNI: Áfengisþyrsti þingmaðurinn, flagarinn óstýriláti og fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, Leifur Sigurðarson, er skikkaður í meðferð – sem er hin fullkomna afsökun fyrir að halda óstjórnlega gott partí. Eftir því sem Leifur djúsar meira afhjúpast leyndarmálin, hann lendir á trúnó með áhorfandanum þar til ekkert er ósagt og tímabært að drífa sig heim. Eða hvað?
UMSÖGN: XL var frumsýnd á dögunum og hefur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda. Við erum stolt af því að taka þessa áleitnu og framsæknu mynd til sýninga.