Beyond the Hills
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Upprunalegt heiti:: Dupa dealuri
- Lengd: 150 mín.
- Land: Rúmenía
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Cristian Mungiu
- Aðalhlutverk: Cosmina Stratan, Cristina Flutur, Valeriu Andriuta
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 15. febrúar 2013
EFNI: Eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi hefur Alina loks hitt aftur kæra vinkonu sína Voichita í einangruðu klaustri í Rúmeníu. Þessar tvær ungu konur hafa stutt hvora aðra gegnum hverja raun síðan þær hittust sem stelpur á munaðarleysingjahæli. Alina vill að Voichita komi með sér til Þýskalands en Voichita hefur fundið öryggi í trúnni og þeirri fjölskyldu sem hún hefur eignast í klaustrinu og afþakkar boð vinkonu sinnar. Alina á bágt með að skilja ákvörðun hennar og gagnrýnir klaustrið harkalega. Nunnurnar og klausturprestinn grunar að hún sé haldin illum öndum. Þau reyna að hlúa að henni en ástand hennar versnar. Loks ákveða þau að reyna að særa útúr henni hina meintu illu anda en það fer öðruvísi en búist var við. Voichita fer að efast um ákvörðun sína og ákveður að hjálpa Alinu til að sleppa – en er það of seint?
UMSÖGN: Græna ljósið kynnir Beyond the Hills, nýju mynd Cristian Mungiu, sem gerði hina stórkostlegu 4 months, 2 weeks and 3 days sem Græna ljósið gaf út árið 2007, en sú mynd fór mikla sigurför um heiminn. Beyond the Hills var tilnefnd til Gullpálmans á síðustu Cannes hátíð og hlaut verðlaunin fyrir bestu leikkonuna og besta handritið. Ein af allra bestu myndum ársins.