Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Pink Flamingos

Svartir sunnudagar: Pink Flamingos

Feb 20, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1972
  • Lengd: 93 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: John Waters
  • Aðalhlutverk: Divine, David Lochary, Mary Vivian Pearce
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 24. febrúar 2013
Jóhann Ludwig Torfason gerir plakatið af Pink Flamingos fyrir Svarta sunnudaga.

Jóhann Ludwig Torfason gerir plakatið af Pink Flamingos fyrir Svarta sunnudaga.

Svartir sunnudagar munu enda Forboðinn febrúar á hinni alræmdu mynd John Waters, Pink Flamingos frá árinu 1972.

EFNI: Myndin segir frá glæpakvendinu Divine sem orðin fræg í fjölmiðlum sem “Ógeðslegasta manneskja í heiminum”. Þennan titil hefur henni tekist að tryggja sér með ýmsum leiðum, meðal annars því að borða hundaskít. Friðurinn er þó úti þegar hin alræmdu hjón, Connie og Raymond gera tilraun til að hrifsa af henni titilinn. Þetta þýðir stríð.

UMSÖGN: Pink Flamingos olli mikilli hneykslan þegar hún varð frumsýnd en öðlaðist fljótlega költ status og hefur verið sýnd reglulega í bíóhúsum heimsins í rúm fjörtíu ár. Myndin var bönnuð í Ástralíu og sjaldnast hefur hún fengist sýnd óklippt. Svartir sunnudagar bjóða þó uppá Pink Flamingos eins og þegar hún var frumsýnd.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Bandaríkin, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Pink Flamingos”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.