Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Pee Wee’s Big Adventure

Svartir sunnudagar: Pee Wee’s Big Adventure

Feb 28, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1985
  • Lengd: 90 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tim Burton
  • Aðalhlutverk: Paul Reubens, Elizabeth Daily, Mark Holton
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 3. mars 2013
PEEWEE-poster

Ísak Óli gerði Pee Wee’s Big Adventure plakatið fyrir Svarta sunnudaga.

Eftir frábæra aðsókn á hinar óhugnanlegu kvikmyndir sem sýndar voru á Forboðinum febrúar ætla Svartir sunnudagar að heilsa marsmánuði með drengslegu sakleysi hins glaðværa Pee Wee Herman.

EFNI: Pee Wee’s Big Adventure er gerð árið 1985 og er fyrsta myndin í fullri lengd sem Tim Burton leikstýrði. Sá átti nú heldur betur eftir að sigra heiminn en í Pee Wee’s Big Adventure má strax sjá höfundareinkenni meistarans. Og ekki má gleyma frábærri tónlist Danny Elfman, en þessi mynd var jafnframt frumraun hans.

Myndin segir frá hinum sérvitringslega mann-dreng, Pee Wee Herman, sem býr í afar skrautlegu húsi og er nýbúinn að fá sér ansi glæsilegt hjól sem hann elskar meira en nokkuð annað. Þegar hjólinu er stolið fyllist Pee Wee réttlátri reiði og eirir engu fyrr en honum hefur tekist að hafa uppá hjólinu. En í leit sinni þarf leggjast í langt ferðalag.

UMSÖGN: Myndin er byggð á sjónvarpspersónu sem leikarinn og höfundurinn Paul Reubens skóp í upphafi níunda áratugsins sem átti miklum vinsældum að fagna í barnatíma CBS sjónvarpsstöðvarinnar. En húmorinn höfðaði líka mjög til fullorðinna og varð karakterinn vinsæll í miðnæturþáttum eins og Saturday Night Live og í þætti David Letterman.

Frægðarsól Pee Wee Herman settist þó eftirminnilega árið 1991, þegar Paul Reubens var handtekinn í klámmyndabíói við miður sæmilega iðju. Hann hefur þó í seinni tíð endurvakið Pee Wee, nú síðast fyrir um tveim árum síðan þegar sýning hans Pee Wee’s Playhouse var sett upp á Broadway við miklar vinsældir.

Pee Wee’s Big Adventure hefur í dag öðlast mikinn költ status og ber leikstjóra sínum og höfundum fagurt vitni, enda frábær skemmtun á ferð. Myndin er öllum leyfð, en ætlast til að börn komi í fylgd með foreldrum og að þeir séu þá búnir með heimanámið. Það hefði Pee Wee viljað. Enskt tal. Enginn texti. Krakkar kunna ensku.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Bandaríkin, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Pee Wee’s Big Adventure”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.