Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir Sunnudagar: Roger Corman

Svartir Sunnudagar: Roger Corman

Apr 05, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Roger Corman – Súper 8
  • Lengd: 90 mín.
  • Leikstjóri: Roger Corman
  • Dagskrá: Svartir Sunnudagar
  • Sýnd: 7. apríl kl 20:00

 

Efni: Goðsögnin Roger Corman verður 87 ára gamall þann 5. apríl. Í tilefni þess ætla Svartir sunnudagar að halda afmælisveislu í Bíó Paradís, þar sem Páll Óskar mun sýna úrval Súper 8 mynda úr smiðju meistarans.

Corman hefur löngum verið kallaður konungur B- myndanna, en hann hóf feril sinn á sjötta áratugnum með því að leikstýra ódýrum myndum sem sérhannaðar voru fyrir bílabíó. Þetta voru myndir eins og Bucket of Blood, The Last Woman on Earth, X-The Man With The X-Ray Eyes, The Little Shop of Horrors ofl. ofl. Á sjöunda áratugnum einbeitti hann sér að gerð mynda sem voru byggðar á sögum Edgars Allan Poe, gjarnan með Vincent Price í aðalhlutverki. Þar fór ungur lærlingur Cormans að sjást æ oftar fyrir framan myndavélarnar, sjálfur Jack Nicholson.

Corman færði sig síðan æ meir í að framleiða myndir og undir hans verndarvæng fengu margir af fremstu leikstjórum Hollywood sín fyrstu tækifæri. Má þar nefna menn eins og Francis Ford Coppola, Martin Scorsese, Jonathan Demme og sjálfan James Cameron, en hann hóf feril sinn sem leikmyndasmiður hjá Corman og fékk síðan hjá honum tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd, Piranha 2: Flying Killers.

Páll Óskar mun sýna 10 mínútna, Súper 8 útgáfur af nokkrum snilldarverkum Cormans eins og It Conquered the World, Night of the Blood Beast, Pit and the Pendulum, The Wasp Woman ofl. Einnig verða sýndir skemmtilegir treilerar og efni frá gullöld bílabíóanna. Bíóprógrömmum með stuttum söguúrdrætti hverrar myndar verður dreift við innganginn. Svartir sunnudagar geta lofað góðri skemmtun á sunnudagskvöldið 7. apríl kl 20. í Bíó Paradís.

Dagskrá vikunnar, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar, Uncategorized
Engin skoðun á “Svartir Sunnudagar: Roger Corman”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.