Leiðin að titlinum: heimildamynd
Græni Herinn sýnir heimildamynd um sögulegt tímabil Völsungs er meistaraflokkur karla sigraði 2.deild í knattspyrnu árið 2012. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís, laugardaginn 20.apríl kl.20.00.
Myndin fjallar um sigurför Völsungsliðsins sumarið 2012 sem endaði með sigri í annarri deildinni en það eru þeir Rafnar Orri Gunnarsson og Ingvar Björn Guðlaugsson sem borið hafa hitann og þungann af þessari heimildarmyndagerð.
Þeir hafa farið víða í vetur og tekið viðtöl fyrir myndina auk þess sem mikið myndefni var til fá sumrinu.
Leiðin að titlinum er 120 mín.
Miðaverð:
Fullorðnir – 2000 krónur
12 ára og yngri – 1000 krónur