Thin Ice
Í tilefni af Degi jarðar hinn 22. apríl bjóða Náttúruverndarsamtök Íslands og Vísindafélag Íslands, í samstarfi við Breska sendiráðið, til frumsýningar á kvikmyndinni “Thin Ice”. Sýningin hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís á Degi jarðar, mánudaginn 22. apríl, en myndin verður heimsfrumsýnd sama dag víða um heim.
“Thin Ice” er ný heimildamynd um loftslagsrannsóknir, þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum víða um heim – þar á meðal á báðum heimskautum, í Suður-Íshafi, Nýja Sjálandi, Evrópu og Bandaríkjunum – er fylgt eftir við störf þeirra um þriggja ára skeið. Þeir tala af hreinskilni um vinnu sína, vonir og ótta. Þessi nálgun höfunda myndarinnar, sem sjálfir eru vísindamenn, veitir nána innsýn í alþjóðlegt samfélag vísindamanna sem helga sig rannsóknum á loftslagi jarðarinnar. Þessi innsýn skýtur líka sterkum stoðum undir þá kenningu að vaxandi losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmslofti sé meginorsök loftslagrbreytinga þeirra sem nú eru að eiga sér stað.
Aðalhöfundur myndarinnar, nýsjálenski vísindamaðurinn Simon Lamb, segir:
“The main message of the film is that climate scientists are like any other scientists, and they can be trusted because their quuest is to understand the planet’s climate as fully and accurately as possible. …Science has given us a great gift, the ability to look into our future and shape it. The film does not set out to tell the audience what we should do about climate change, but rather, what we know about it.”
The film chronicles my personal journey to find out directly from climate scientists why they think that our emissions of carbon dioxide and other greenhouse gases are changing the planet’s climate. In fact, the film is almost entirely in the words of the scientists, and I am really only the ‘glue’ that holds what they say together. However, by watching the film, you not only find out what the scientists think, you also see for yourself the research being carried out, whether it be on the polar plateou in Antarctica, at -40°C, or in a storm on the Southern Ocean, or back in the laboratory.”
Allir sem áhuga hafa á málefninu eru hvattir til að mæta í Bíó Paradís á mánudaginn. Fyrir sýningu myndarinnar myndarinnar verða flutt stutt ávörp.