Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
BÍÓ PARADÍS í CICAE samtök listrænna kvikmyndahúsa

BÍÓ PARADÍS í CICAE samtök listrænna kvikmyndahúsa

Apr 19, 2013 Engin skoðun

Bíó Paradís, hið listræna kvikmyndahús sem rekið af Heimili kvikmyndanna ses, hefur nú verið samþykkt inn í samtök Evrópskra kvikmyndahúsa CICAE.

Samtökin hafa verið rekin frá árinu 1955, í þeim tilgangi að kynna menningarlega fjölbreytni í rekstri kvikmyndahúsa- og kvikmyndahátíða. CICAE samtökin eru viðurkennd af Evrópuráðinu, International Council for Film Television and Audiovisual Communication (IFTC) UNESCO, er meðlimur í Media Salles, og hefur verið meðlimur í bandalagi Française pour la diversité culturelle frá upphafi eða frá árinu 2003. Þau eiga í samstarfi við Cinemas, njóta stuðnings frá UNESCO, MEDIA áætlun Evrópusambandsins, CNC (Frakklandi), the FFA (Þýskalandi), the DGC (Ítalíu), svo að fátt eitt sé nefnt.

Samtökin hvetja listræn kvikmyndahús til að koma saman undir sameiginlegri regnhlif á landsvísu og alþjóðavísu, til þess að miðla og deila reynslu og stuðla að áframhaldandi kvikmyndahúsarekstri listrænna kvikmynda í menntunar- og menningarlegum tilgangi.

CICAE samanstendur af 3000 listrænum kvikmyndahúsum í Frakklandi (1000) á Ítalíu (2400), í Þýskalandi (300), Sviss (90), Ungverjalandi (40), Belgíu (15) og Venuzuela (14) ásamt því að fjöldin allur af listrænum kvikmyndahúsum frá yfir tuttugu öðrum löndum eiga aðild, m.a. Austuríki, Kýpur, Danmörku, Finnlandi, Spáni, Póllandi, Portúgal, Ameríku og Marókkó. Við þetta má bæta að kvikmyndahátíðar sem eiga aðild að samtökunum, sem haldnar eru m.a. í Berlín, Festróíu, Cannes, Locarno, Sarajevo, Feneyjum, Annecy, Hamborg og Mons auk fjölda dreifingaaðila í kvikmyndaiðnaðinum.

Listræn kvikmyndahús leitast við að kynna og miðla listrænum kvikmyndum í menningarlegum og menntunarlegum tilgangi en Bíó Paradís fagnar inngöngu í samtökin og vekur jafnframt athygli á því að bíóið er fyrsta og eina starfandi listræna kvikmyndahúsið á Íslandi í dag. 

Nánar má lesa um CICAE, samtök listrænna kvikmyndahúsa hér

logo_cicae

Fréttir/pistlar
Engin skoðun á “BÍÓ PARADÍS í CICAE samtök listrænna kvikmyndahúsa”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.