Tilboð: Íslenski dansflokkurinn
Þann 12. apríl frumsýnir Íslenski dansflokkurinn sýninguna Walking Mad eftir sænska danshöfundinn Johan Inger. Verkið Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttir og Unni Elísabet Gunnarsdóttir er sýnt sama kvöld.
Íslenski dansflokkurinn vill bjóða meðlimum í Bíó Paradís klúbbnum miðann á aðeins kr. 2.900 (fullt verð er kr. 3.900).
Hafið samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 eða á mailto:midasala@borgarleikhus.is til að tryggja þér þetta tilboð.
Sýningin er á Stóra Sviði Borgarleikhússins. Tilboðið gildir á sýningarnar:18/4, 25/4, 28/4, 5/5, 9/5, 12/5, 20/5 og 28/5
Walking Mad
Walking Mad er gamansamt verk sem fléttar saman húmor, galsa og geðveiki. Johan Inger hafði orðatiltæki Sókratesar Okkur hlotnast mestu gæði gegnum brjálæði, ef það er guðsgjöf að leiðarljósi þegar hann samdi verkið. Walking Mad krefst mikils af dönsurunum þar sem þeir fylgja stigmagnandi takti tónverksins Boléro eftir Maurice Ravel en samtímis tjá þær miklu tilfinningar sem fylgja verkinu.
Johan Inger er einn merkasti danshöfundur Norðurlandanna og hafa verk hans verið flutt um allan heim við miklar vinsældir.
Walking Mad er eitt af þessum ógleymanlegu dansverkum sem gerir þig hryggan þegar það endar.
Straight.com, 9. mars 2012
Þetta er sú tegund dans sem maður vonast ávallt til að sjá, en hvað það er gaman að fá að upplifa það.
Laura Bleiberg, LA Times, 11. apríl 2010
Ótta
Ótta er eyktarbilið kallað frá klukkan 03:00 til 06:00. Á þessum tíma þegar flestir eru í fastasvefni finna sumir ekki eirð og ró til að hvílast. Áleitnar hugsanir þjóta um hugann eins og bílar á hraðbraut.
Ásgeir Helgi Magnússon, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir eru öll dansarar Íslenska dansflokksins og unnu verkið í nánu samstarfi við aðra dansara flokksins. Ótta var frumsýnt þann 22. nóvember síðastliðinn sem hluti af kvöldinu Á nýju sviði en verður nú lagað að Stóra sviði Borgarleikhússins og sýnt aftur í nýrri útfærslu.
… verkið er í senn mjög sjónrænt og skemmtilegt.
Morgunblaðið, 27. nóvember 2012
Danssköpunin var mjög flott
Fréttablaðið, 26. nóvember 2012