Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
“In memoriam?” Frumsýning á Íslandi

“In memoriam?” Frumsýning á Íslandi

Apr 22, 2013 Engin skoðun

Fyrir tíu árum var gerð fyrir erlendan markað myndin „In memoriam?“ um Kárahnjúkavirkjun og svæðið norðan Vatnajökuls.

Í byrjun árs 2003 höfðu Alþingi og borgarstjórn samþykkt virkjunina en áður hafði myndin „Á meðan land byggist“ verið gerð um þetta efni. Af þessu margfalda tilefni og í tilefni af dauða Lagarfljóts verður „In memoriam?“  sýnd með íslensku tali í Bíó Paradís frá og með frumsýningunni fimmtudagskvöldið 25. apríl, 20:00.  Myndin verður áfram í sýningu í heila viku áfram í Bíó Paradís.

„In memoriam“ er oft grafskrift á legsteinum og  tíu árum síðar liggur fyrir að ekki þarf lengur  spurningamerki um afdrif helstu náttúrugersema áhrifasvæðis virkjunarinnar, svo sem dauða Lagarfljóts.

Í myndinni koma fram ýmis ný atriði, sem ekki hefur áður verið fjallað um hér á landi, enda voru farnar aukalega margar ferðir á virkjanasvæðið árið 2003, tvær ferðir til Noregs og ein til Bandaríkjanna, til þess að afla sérstaklega nýs og ítarlegra efnis fyrir þessa mynd til þess að hún yrði hnitmiðaðri, markvissari og betri, en þó helmingi styttri en myndin „Á meðan land byggist“.

Í Noregi var meðal annars rætt við Erik Solheim, sem var Norðmanna kunnugastur Kárahnjúkavirkjun eftir tvær Íslandsferðir sínar. Hann gat því gert samanburð á henni og hinni illræmdu Altavirkjun í Noregi, sem komst ítrekað í heimsfréttirnar vegna þess að hún kostaði mestu átök um umhverfismál í landinu og Gro Harlem Brundtland taldi hana mestu mistökin á stjórnmálaferli sínum.

Solheim segir í myndinni: „Kárahnjúkavirkjun er langtum alvarlegara mál en Altavirkjunin. Ég tel að Altavirkjunin feli í sér margfalt minni umhverfisáhrif en Kárahjúkavirkjun.“

Myndin var send á tvær kvikmyndahátíðir erlendis og fékk önnur af tveimur aðalverðlaunum alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Canavese á Ítalíu 2004.

Lengd:  54 mínútur.

Framleiðandi, handritsgerð og tónlist:

Ómar Ragnarsson.

Myndataka:

Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason.

Þulir:

Ómar Ragnarsson og Ragnheiður Elín Clausen.

Útsetningar og hljóðfæraleikur:

Þórir Úlfarsson og Gunnar Þórðarson.

Söngur:

Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir.

Aðstoð og akstur:

Helga Jóhannsdóttir.

IMG_63401IMG_64011

Fréttir/pistlar, Ísland
Engin skoðun á ““In memoriam?” Frumsýning á Íslandi”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.