Nýr dagskrárstjóri ráðinn í Bíó Paradís
Ása Baldursdóttir hefur verið ráðin sem dagskrárstjóri í Bíó Paradís, en hún tekur við af Ásgrími Sverrissyni sem m.a. stóð að stofnun Bíó Paradísar – heimilis kvikmyndanna.
Ása er dagskrárstjóri, auk þess að sjá um kynningarmál. Hún hefur fjölbreytta náms- og starfsreynslu, þar sem hún hefur m.a. numið listræna ljósmyndun, sagnfræði, listfræði, blaða- og fréttamennsku, hagnýta menningarmiðlun ofl. Hún hefur unnið við dagskrárumsjón hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF, unnið með Mánudagsbíó Háskóla Íslands, ritstýrt og séð um aldarafmælisvef Háskóla Íslands ásamt því að ritstýra frumkvöðlavefnum snoop-around.com ásamt kollega sínum og ljósmyndara Nönnu Dís.
Sérstakt dagskrárráð, sem skipað er fulltrúum eigenda og helstu samstarfsaðila, er vettvangur umræðu um dagskrá og aðra starfsemi hússins.
Heimili kvikmyndanna ses og Bíó Paradís eru að Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.
Bíó Paradís er stoltur meðlimur Europa Cinemas og CICAE