Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013

Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013

May 04, 2013 1 skoðun

Dagskrá stutt- og heimildamyndahátíðarinnar Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013 er hægt að skoða hér á ensku:

Myndir hátíðarinnar eru fjölbreyttar og áhugaverðar en allar myndirnar verða sýndar með enskum texta.

The program for Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013 is now available to read here: 

All films will have English subtitles.

A World Not Ours (Heimildamynd, 93 mín)

A World not Ours fjallar um þrjár kynslóðir flóttamanna í palestínsku flóttamannabúðunum ‘Ein el-Helweh’ í suður Líbanon. Leikstjórinn, Mahdi Fleifel, ólst að hluta til upp í búðunum en fjölskylda hans flutti til Danmerkur á 9. áratugnum. Hann hefur haldið góðum tengslum við vini og ættingja í búðunum og fer reglulega þangað í heimsókn en myndin hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir að gefa góða innsýn í daglegt líf í búðunum, en hún er jafnframt persónuleg saga og full af húmor.

A World not Ours hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim og unnið til fjölmargra verðlauna, m.a. Black Pearl verðlaunin fyrir bestu heimildamyndina á Abu Dhabi Film Festival og Special Mention from the Grand Jury á One World Festival í Prag. Þá var hún sýnd á Berlinale í febrúar sl.

Mahdi Fleifel verður viðstaddur báðar sýningar á myndinni og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.  A World not Ours er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.
Sýnd: Félagið Ísland-Palestína stýrir umræðum við Fleifel laugardaginn 11. maí kl. 18 en myndin er einnig sýnd sunnudaginn 12. maí kl. 22 í Bíó Paradís.

Hér getur þú keypt miða: 

 

For you naked (Heimildamynd, 74 mín)

An intimate and sensitively filmed love story between one of Scandinavia’s most highly regarded modern painters and a young Brazilian dancer. Two men with a dark past desperately searching for true love. They meet on Skype and can’t communicate, yet they decide to meet and try to fall in love. This is the beginning of an unpredictable and humorous love story with dark undertones of domination and control. We closely follow their search for a life where someone loves you – regardless of how vastly difficult it can be to love one self.

Þekktur sænskur listmálari og ungur brasilískur dansari hittast á Skype og ákveða að hittast þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið. Þetta markar upphaf ófyrirsjáanlegrar og köflóttrar ástarsögu þar sem dansinn milli ástarþrár og innri djöfla stelur sviðsljósinu.

Sýnd í Bíó Paradís 15. maí kl. 20.00 og 16. maí kl. 22.00. Keppir til verðlauna.

Hér getur þú keypt miða

 

Fuck for forest (Heimildamynd, 86 mín) Bönnuð innan 16 ára

Fuck for Forest fjallar um hóp ungmenna í Berlín sem safnar fé til umhverfisverndarstarfs, en hugmyndafræði þeirra er sú að kynlíf geti bjargað heiminum frá glötun. Hópurinn fer heldur óvenjulega leið að markmiði sínu en þau selja heimagerðar erótískar myndir á internetinu. Marczak verður viðstaddur sýningar á mynd sinni og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Fuck for Forest er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.

Sýnd: Mánudaginn 13. maí kl. 20 og miðvikudaginn 15. maí kl. 18 í Bíó Paradís. Leikstjórinn Michal Marczak verður viðstaddur báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum.

Hér getur þú keypt miða:

 

Google and the World brain (Heimildamynd, 90 mín)

Google hóf nýverið það metnaðarfulla verkefni að afrita hverja einustu bók í heiminum og gera aðgengilega á netinu. Verkefnið er eitt það metnaðarfyllsta sem nokkurn tíman hefur verið framkvæmt á netinu en fjöldi fólks er að reyna að koma í veg fyrir að Google nái markmiði sínu. Google segir markmiðið bókasafn fyrir allt mannkynið en sumir vilja meina að markmið þeirra séu önnur. Leikstjóri myndarinnar Ben Lewis verður viðstaddur sýningu myndarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.

Sýnd: þriðjudaginn 14. maí kl. 20 í Bíó Paradís.  ATH aðeins þessi eina sýning.

Hér getur þú keypt miða:

 

How to survive a plague (Heimildamynd, 120 mín) 

In the dark days of 1987, the USA was six years into the AIDS epidemic, a crisis that was still largely being ignored both by government officials and health organizations—until the sudden emergence of the activist group ACT UP in Greenwich Village, largely made up of HIV-positive participants who refused to die without a fight. Emboldened by the power of rebellion, they took on the challenges that public officials had ignored, raising awareness of the disease through a series of dramatic protests. More remarkably, they became recognized experts in virology, biology, and pharmaceutical chemistry. Their efforts would see them seize the reins of federal policy from the FDA and NIH, force the AIDS conversation into the 1992 presidential election, and guide the way to the discovery of effective AIDS drugs that stopped an HIV diagnosis from being an automatic death sentence—and allowed them to live long lives.

Við kynnum með stolti margverðlaunaða mynd, tilnefnda til Óskarsverðlauna, er fjallar um baráttu hinsegin grasrótarsamtaka í bandaríkjunum á níunda og tíunda áratugnum við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geysaði sem hæst innan raða samkynhneigðra. Frábær mynd sem allir ættu að sjá sem hafa áhuga á sögu hinsegin fólks og vitnisburður um hverju kraftur grasrótarsamtaka getur áorkað.

Sýnd í Bíó Paradís 10. maí kl. 22.00 og 16. maí kl. 18.00. Keppir til verðlauna.

Hér getur þú keypt miða:

 

Mission to Lars (heimildamynd, 74 mín) 

Tom er greindur með afbrigði af einhverfu sem nefnist Fragile X syndrome. Hann er mikill aðdáandi Lars Ulrich, trommara Metallica, og á þá ósk heitasta að hitta goðsögnina í eigin persónu. Systkini hans Kate og Will Spicer ætla að hjálpa bróður sínum að hitta Lars og saman fara þau í ferðalag til að freista þess að láta draum Tom rætast.

James Moore, leikstjóri myndarinnar kemur til Íslands í tilefni sýninga á myndinni sem er jafnframt opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs Festival.  Mike Lindsay í Tunng / Cheek Mountain Thief samdi tónlistina í myndinni og hann verður með tónlistaratriði að lokinni sýningunni fimmtudaginn 9. maí í Bíó Paradís.

James verður viðstaddur allar sýningar á Mission to Lars og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Myndin er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.

Sýnd: Mission to Lars er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs Festival og verður sýnd fimmtudaginn 9. maí kl. 20, föstudaginn 10.maí kl. 18 og laugardaginn 11. maí kl. 20 í Bíó Paradís.

Hér getur þú keypt miða:

 

Íslenskar konur í kvikmyndagerð (stutt- og heimildamyndir) (74 mín) 

Íslenskar konur í kvikmyndagerðsérstakur sýningarflokkur tileinkaður íslenskum konum í kvikmyndagerð verður meðal sýningaflokka á stutt- og heimildamyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival 9.-16. maí í Bíó Paradís, Kex Hostel og Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Um er að ræða nýjar og nýlegar stutt- og heimildamyndir og tónlistarmyndbönd í leikstjórn kvenna.  Í þessum sýningarflokk eru stutt- og heimildamyndir eftir ungar og upprennandi leikstýrur og framleiðendur sem vert er að fylgjast með í náinni framtíð. Ein þeirra, framleiðandinn Eva Sigurðardóttir, hlaut nýverið tilnefningu bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, fyrir myndina Good night.

Þær Alma, Ellen, Harpa, Birgitta og Eva verða viðstaddar sýningu mynda sinna og munu svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 12. maí kl. 20

Sýnd: sunnudaginn 12. maí kl. 20.

Hér er hægt að kaupa miða:

Abject – dir. Ellen Ragnarsdottir – 10 mín.
Good Night – dir. Muriel D’Ansembourg – 24 mín.
The Last Thing – dir. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir – 10 mín.
You Have to Look Good – dir. Alma Ómarsdottir – 22 mín.
Each to Their Own – Birgitta Sigursteinsdottir – 6 mín.

 

Íslenskar stuttmyndir (104 mín) 

Átta íslenskar stuttmyndir munu keppa um titilinn fyrir Besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9. – 16. maí. Í Þriggja manna dómnefnd velur Bestu íslensku stuttmyndina.  Verðlaunaafhendingin fer fram miðvikudaginn 15. maí í Bíó Paradís kl. 20 og í verðlaunin eru GoPro HD Hero 3.

Sýnd: sunnudagnn 12. maí kl. 18 og miðvikudaginn 15. maí kl. 22.

Hér er hægt að kaupa miða:
Um titilinn Besta íslenska stuttmyndin keppa átta íslenskar stuttmyndir;

Bóbó / A Man Apart – dir. Barði Guðmundsson – 15 mín.
Dögun / Dawn – dir. Valdimar Jóhannsson – 4 mín.
Gunna – dir. Ottó Gunnarsson – 20 mín.
No Homo – dir. Guðni Líndal Benediktsson – 16 mín.
Sacrifice – dir. Jakob Halldórsson – 15 mín.
Synchronized – dir. Ásþór Aron Þorgrímsson – 13 mín.
Memory Lane – dir. Andri Freyr Ríkarðsson – 19 mín.
Pas de Trois – dir. Helena Stefansdottir – 2 mín.

 

Pólskar stuttmyndir (92 mín) 

Úrval pólskra stuttmyndir verða sýndar á hátíðinni en pólska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili hátíðarinnar. Hluti pólsku myndanna eru sérvaldar myndir af stjórnendum Shortwaves stuttmyndahátíðarinnar en hátíðin er ein útbreiddasta kvikmyndahátíð Póllands og haldin í yfir 30 borgum í Póllandi í apríl ár hvert. Stjórnandi Shortwaves, Marcin Luczaj, verður gestur á hátíðinni en hann á einnig sæti í dómnefndinni sem mun velja bestu íslensku stuttmyndina. Myndirnar eru allar með enskum texta.

Sýnd: mánudaginn 13. maí kl. 22 og þriðjudaginn 14.maí kl. 18.

Hér er hægt að kaupa miða:

Shape – 3 mín.
The Guardians – 15 mín.
What Happens When Children Don’t Eat Soup – 9 mín.
All Souls Day – 18 mín.
The Governance of Love – 13 mín.
Sponge Ideas – 5 mín.
Birdie – 14 mín.
Photon – 5 mín.
A Memory of Last Summer – 10 mín.

 

Þýskar stuttmyndir (111 mín) 

Sýningarflokkurinn Þýskar stuttmyndir er styrktur af Goethe stofnunni í Danmörku. Þýsku stuttmyndirnar eru valdar af Interfilm Berlín en stjórnandi hátíðarinnar, Alexander Stein, verður gestur á Reykjavík Shorts & Docs Festival. Stein er jafnframt einn þriggja sem á sæti í dómnefndinni sem mun velja bestu íslensku stuttmyndina. Myndirnar eru allar með enskum texta.

Sýnd: mánudaginn 13. maí kl. 18 og þriðjudaginn 14. maí kl. 22.

Hér er hægt að kaupa miða: 

13th German Deer Calling Championship – 4 mín. – dir. Andreas Teichmann
Tungu – 9 mín. – dir. Marc Ruhl
Raju – 24 mín – dir. Max Zahle
Atlas – 8 mín. – dir. Aike Zahle
Medical Pyschological Test – 6 mín. – dir. Robert Bohrer
One Minute Party – 1 mín. – dir. Alexander Gellner
Coupling – 20 mín. – dir. Hardi Sturm
Lost and Found Box of Human Sensation – 14 mín. – dir. Martin Wallner & Stefan Leuchtenberg
Steffi Likes It – 4 mín. – dir. Philipp Scholz
The Little Nazi – 13’30 – Petra Luschow
Love and Theft – 6′ – Andreas Hykade

 

Salma (Heimildarmynd, 91 mín) 

Hin heimsþekkta og margverðlaunaða breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto sýnir nýjustu mynd sína Salma á Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndin fjallar um ljóðskáldið Sölmu og einstaka sögu hennar en henni var haldið fanginni árum saman, fyrst af fjölskyldu sinni og síðar eiginmanni sínum. Hún braust undan ánauðinni og er nú eitt þekktasta ljóðskáld suður Indlands. Hún neitaði að láta þagga niður í sér og er nú virtur aðgerðarsinni, stjórnmálamaður og síðast en ekki síst virt skáld. Sýning myndarinnar er í samstarfi við Un Women á Íslandi, sem mun stýra umræðum með Longinotto að lokinni sýningu myndarinnar föstudaginn 10. maí kl. 20 í Bíó Paradís.
Sýnd: föstudaginn 10.maí kl. 20:00 og laugardaginn 11.maí kl. 22 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar Kim Longinotto verður viðstödd báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.

Hér er hægt að kaupa miða:

 

Strigi og flauel/Canvas & Curtains (Heimildamynd, 59 mín) 

Heimildamyndin Canvas and Curtains í leikstjórn Önnu Þóru Sigurjónsdóttur verður sýnd fimmtudaginn 16. maí kl. 20 í Bíó Paradís. Myndin fjallar um föður Önnu, Steinþór Sigurðsson. Steinþór tilheyrir hópi svokallaðra abstrakt listamanna sem fyrstir kynntu fyrir Íslendingum hið svokallaða óhlutgerða málverk.  Hann var í fyrsta fastráðna leikhópi Leikfélags Reykjavíkur 1961 og starfaði með félaginu fram á tíunda áratuginn. Steinþór hefur auk þess unnið að hönnun og uppsetningu fjölmargra sýninga og viðburða af ýmsu tagi.  Anna Þóra verður viðstödd sýningu myndarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu.

Hér er hægt að kaupa miða:

 

The love part of this (Heimildamynd, 82 mín) 

Grace Moceri and Grace Schrafft have made a life together for almost 40 years. One is responsible, the other a free spirit. THE LOVE PART OF THIS is a heartbreaking, funny and moving document of life and love in our times.

Snemma á áttunda áratugnum yfirgáfu hinar afar ólíku Grace og Grace eiginmenn sína ásamt börnum sínum til að hefja saman langt og viðburðaríkt ástarsamband. Þessi fyndna og mannlega mynd fjallar um lífið og ástina og tekur á sig óvæntan snúning undir lokin.

Sýnd í Bíó Paradís 9. maí kl. 22.00 og 12. maí kl. 20.00. Keppir til verðlauna.

Hér er hægt að kaupa miða:

 

Ísland, Reykjavík Shorts & Docs

Ein skoðun to “Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013”

  1. [Film] Google and the World Brain (Dir. Ben Lewis) | Halifax Collect says:

    […] and the World Brain is currently screening in Reykjavík's Bíó Paradís, as a part of the Reykjavík Shorts&Docs Festival. Find the festival program here and follow the cinema's goings on facebook.Stills […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.