Fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra stutt – og heimildamynda
Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin 9.-16. maí í Bíó Paradís, Kex Hostel og í Slipp Bíó / Reykavík Marina. Þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin og að venju er fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra stutt- og heimildamynda.
Veitt verða verðlaun í tveimur keppnisflokkum; Besta heimildamynd nýliða og Besta íslenska stuttmyndin. Um titilinn Besta íslenska stuttmyndin keppa átta íslenskar stuttmyndir;
* Bóbó, leikstj. Barði Guðmundsson, 2012, ’15
* Dögun, leikstj. Valdimar Jóhannsson, 2012, ‘4
* Gunna, leikstj. Ottó Gunnarsson, 2012, ’21
* No homo, leikstj. Guðni Líndal Benediktsson, 2012, ’16
* Fórn, leikstj. Jakob Halldórsson, 2012, ’15
* Samstíga, leikstj. Ásþór Aron Þorgrímsson, 2012, ’12
* Yfir horfinn veg, leikstj. Andri Freyr Ríkharðsson, 2012, ’19
* Pas des trois, leikstj. Helena Stefánsdóttir, 2013, ‘2
Um titilinn Besta heimildamynd nýliða keppa sex erlendar heimildamyndir sem eiga það allar sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra. Um stórar myndir er að ræða sem margar hafa verið sýndar á fjölmörgum kvikmyndahátíðum um allan heim en myndirnar eru;
* The Love Part of this, leikstj. Lya Guerra, 2012, ’82
* How to Survive a Plague, leikstj. David Frence, 2012, ‘120
* Mission to Lars, leikstj. James Moore & William Spicer, 2012, ’74
* F*ck for Forest, leikstj. Michal Marczak, 2012, ’86
* For you naked, leikstj. Sara Broos, 2012, ’74
* A World not Ours, leikstj. Mahdi Fleifel, 2012, ’63
Þriggja manna dómnefnd velur Bestu heimildamynd nýliða en dómnefndina skipa;
Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, Vera Sölvadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV og kvikmyndagerðarkona, Haukur Viðar Alferðsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Vísi.is og Fréttablaðinu.
Verðlaunin eru Canon 6D DSLR vél frá Nýherja og verða þau veitt miðvikudaginn 15. maí kl. 20 við hátíðlega athöfn.
Aðrir sýningarflokkar eru;
* Pólskar stuttmyndir – sýningarflokkur í samstarfi við Interfilm International Short Film Festival í Berlín.
* Þýskar stuttmyndir – sýningarflokkur í samstarfi við Shortwaves stuttmyndahátíðina í Póllandi.
* LGBT stutt- og heimildamyndir – sýningarflokkur um málefni lesbía, homma, tvíkynhneigða og transfólks.
*Náttúra og útivist – sýningarflokkur tileinkaður náttúrunni, útivist og jaðarsporti s.s. brimbrettum, hundasleðakeppni, og fleira.
* Íslenskar konur í kvikmyndagerð, sérstakur sýningarflokkur tileinkaður íslenskum konum í kvikmyndagerð. Um er að ræða nýjar og nýlegar stutt- og heimildamyndir og tónlistarmyndbönd í leikstjórn kvenna.
Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin eins og áður segir í Bíó Paradís, Kex Hostel og Slipp Bíó á Reykjavík Marina. Hefðbundið miðaverð er á allar sýningar í Bíó Paradís en frítt er á sýningar hátíðarinnar á Kex Hostel og Slipp Bíó. Auk kvikmyndasýninga verða tónleikar, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.shortsdocsfest.com og hjá Brynju Dögg Friðriksdóttur s:845 8994
netfang: info@shortsdocsfest.com
vefsíða: http://www.shortsdocsfest.com
Facebook síða: https://www.facebook.com/pages/Reykjavik-ShortsDocs/126818080706196
twitter: @ShortsDOCSFest
read the festival program