Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43 Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
Börn, unglingar og fjölskyldur þeirra munu njóta sannkallaðrar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 vikuna 29. maí – 4. júní 2013. Hátíðin mun færa börnum og unglingum á Íslandi aðgang að áhugaverðum barna- og unglingakvikmyndum sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim.
MIÐASALA FER FRAM Á MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU BÍÓ PARADÍS.
Sænsk verðlaunamynd. Rasa á pabba frá Austur Evrópu og vinnur í verksmiðju í Svíþjóð. Þegar hún missir vinnuna virðast henni öll sund lokuð þar sem hún er ómenntaður innflytjandi. En Rasa tekur málin í sínar hendur. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
FIM 30. MAÍ kl 20:00
LAU 1. JÚNÍ kl 18:00
SUN 2. JÚNÍ kl 20:00
ERNEST OG CELESTÍNA
(Frakkland 2012 / Aldur 4 + / íslenska / 80 mín)
Mynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestine og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims. Kvikmyndin er talsett á íslensku en hún er jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Hér er hægt að kaupa miða:
Áhrifamikil leikin mynd um það alvarlega vandamál sem barnavændi er í þriðja heiminum. Myndin er gerð fyrir börn, í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna í þeim löndum sem glíma við þessi vandamál. Lilet er handtekin úti á götu og sett í fangaklefa þar sem hún hittir Gloríu, góðlátlega konu sem vinnur við að aðstoða götubörn á Filipseyjum og heldur úti skólastarfi á vegum alþjóðlegs verkefnis. Hér er hægt að kaupa miða:
Þú velur þér ekki fjölskyldumeðlimi en þú getur valið þér vini.Vegas er sagan af Tómasi, Maríönnu og Terje – þremur unglingum sem hittast á unglinga- heimili. Saman halda þau í ferð sem spannar ást, hatur og traust. Enginn endar ferðina á þeim stað sem
Myndin fjallar um ævintýri tveggja vinkvenna sem fara á vit ævintýranna í stórborginni Osló, í leit að vinkonu sinni og lenda þær í ýmsum skemmtilegum og óvæntum atvikum á ferðalagi sínu. Hér er hægt að kaupa miða:
Wadjda er 10 ára telpa sem dreymir um að eignast reiðhjól en er sagt að það sé ekki í boði fyrir stúlkur. Hún er hinsvegar ekki tilbúin að sætta sig við það. Myndin varpar ljósi á hlutskipti kvenna í Sádí-Arabíu nútímans og sýnir að ein hugmynd getur breytt heiminum. Hér er hægt að kaupa miða:
Það nýjasta í hreyfimyndagerð fyrir börn í Evrópu þar sem ímyndunarafl og litríkir karakterar fá að njóta sín. Margt óvenjulegt kemur hér við sögu eins og kjötbollur, broddlaus broddgöltur, grænt lamb og flókin hrærivél. Ekkert tal nauðsynlegt! Hér er hægt að kaupa miða:
Nokkar vel valdar íslenskar stuttmyndir fyrir börn. Ein myndin fjallar um Önnu og skapsveiflurnar hennar, önnur um níu ára stúlku sem stendur upp í hárinu á yfirgangsseggjum og sú þriðja fjallar ævintýri barna sem fara með afa sínum í heimsókn að leiði ömmu sinnar. Glæsilegar verðlaunamyndir Myndvers grunnskólanna eru sýndar með. Hér er hægt að kaupa miða:
Hótel Jörð – Leikstjórn og handrit: Baldvin Z (10 mín)
In a heartbeat – Leikstjórn og handrit: Karolina Lewicka (7 mín)
Sýndar
FÖS 31. MAÍ kl 18:00
LAU 1. JÚNÍ kl 13:30
MÁN 3. JÚNÍ kl 18:00
Íslenskar myndir
DUGGHOLUFÓLKIÐ
(Ísland 2007/Allir aldurshópar / 83 mín / Leikstjórn: Ari Kristinsson)
Kalli eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp. En sýndarheimar eru ekki bara á skjánum. Í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á -Duggholufólkið. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
LAU 1. JÚNÍ kl 18:00
SUN 2. JÚNÍ kl 13:30
STIKKFRÍ
(Ísland 1997/ Allir aldurshópar / 78 mín / Leikstjórn: Ari Kristinsson)
Hrefna er tíu ára gömul stúlka sem býr hjá móður sinni og stendur í þeirri trú að faðir hennar hafi alla tíð búið í Frakklandi. Á tíu ára afmælisdaginn sinn kemst hún að því að hann býr í raun og veru í Breiðholtinu. Hér er hægt að kaupa miða:
(Bandaríkin 1982 / Aldur 7+ / Íslenskur texti / 115 mín / Leikstjórn: Steven Spielberg)
Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni.E.T. langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
MIÐ 29. MAÍ kl 20:00
LAU 1. JÚNÍ kl 15:15
ÞRI 4. JÚNÍ kl 20:00
KARATE STRÁKURINN
(Bandaríkin 1984 / Allir aldurshópar / 126 mín / Leikstjórn: John G. Avildsen)
Kennari í bargdagalistum tekur að sér dreng sem lendir í ýmsu í lífinu, og kennir honum karate, en það er ýmislegt við þá list
annað en að berjast. Falleg og klassísk mynd um einstaka vináttu og ólíka menningarheima. Ekki missa af þessari! Hér er hægt að kaupa miða:
Pólsk teiknimynd með enskum texta og íslensku tali og sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta sem hægt verður að hlusta á í gegnum heyrnartól á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“. Sýnd 6. desember kl 12:00 og er aðgangur ókeypis.
The film will be shown during Iceland Airwaves at 18:00 at Bíó Paradís. Biophilia Live’ is a concert film by Nick Fenton and Peter Strickland that captures the human element of Björk’s multi-disciplinary multimedia project: Biophilia. Recorded live at Björk’s show at London’s Alexandra Palace in 2013, the film features Björk and her band performing every song on ‘Biophilia’ and more using a broad variety of instruments – some digital, some traditional and some completely unclassifiable.
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 03. og 04. nóvember 2014 í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist.
GGG er myndlistasýning þar sem u.þ.b. 30 myndlistamenn sýna verk tileinkuð þremur ástsælustu kvikmyndaverkum 9. áratugarins. Gremlins, Goonies & Ghostbusters. Sýningin opnar í Bíó Paradís á hrekkjavökunni, 31. október næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Bíóið mun auk þess taka hina heilögu þrenningu til sýninga svo þú og þínir geta notið þeirra á ný.
Póstlisti
Skráðu þig núna og fáðu vikulegan póst um dagskrána framundan (bjóðum reglulega uppá sértilboð fyrir þá sem eru á listanum).
Myndin tæpir á því þema að sýna fram á samband þessara tveggja dýrategunda, hunds og manns en myndinni hefur verið lýst sem dystópískri spennumynd þar sem pólitískri og menningarlegri spennu í Evrópu er lýst með meistarlegum hætti. White God vann flokkinn Un Certain Regard á nýliðinni kvikmyndahátíð Cannes 2014, sem og að hundarnir unni verðlaun gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína.
Saga um blekkingar í ástum, drauga fortíðar, harmleik, ofbeldi í daglegu lífi. Atburðir sem einn af öðrum hverfa í hyldýpi þess að missa stjórnina. Myndin, sem framleidd er af Agustín og Pedro Almodóvar, er framlag Argentínu til Óskarsverðlaunanna en hún keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2014. Myndin vann áhorfendaverðlaun bæði á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian og í Sarajevó.
París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars sýnd í Bíó Paradís með enskum texta! Paris of the North is screened with English subtitles in Bíó Paradís!
Black Coal, Thin Ice vann Gullna Björninn á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2014, spennumynd sem gerist í Norður- Kína árið 1999, þar sem nokkur lík eru uppgvötuð í litlum bæ. Myndin er hlaðin spennu, áhugaverðum karakterum og hinni klassísku tvennu, fyrrverandi lögregluþjóni og “femme fatale”. Myndin er væntanleg í Bíó Paradís.
Marieme gengur illa í skólanum og upplifir sig bælda í fjölskylduaðstæðum og er þreytt á strákunum í hverfinu sínu. En hún hefur nýtt líf þegar hún vingast við þrjár stúlkur sem henni eru frekar að skapi, hún breytir nafni sínu, klæðaburði og hættir í skólanum til þess að vera samþykkt betur inn í hópinn. Myndin hlaut stórkostlegar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, þar sem hún var sýnd í flokknum Director´s Fortnight.
Jimmy Gralton byggði danshús árið 1921 á afskekktum vegamótum í Írlandi, þar sem ungt fólk gat komið og lært, skipst á skoðunum og látið sig dreyma, en fyrst og fremst til þess að dansa og hafa það skemmtilegt. Þá var það talin synd, en Jimmy´s Hall fagnar anda hinnar frjálsu hugsunar. Danshúsið var pólítískur minnisvarði um þessa tíma, en myndin var valin í keppni hinna virtu Palme d´Or verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014.
Lake Como, Ítalía. Jeppi ekur á hjólreiðamann á jólunum. Hvað gerðist þetta kvöld? Hvernig breytir slysið örlögum hinnar ríku Barnaschi fjölskyldu og hinnar fátæku Rovelli fjölskyldu sem er á barmi gjaldþrots? Ítalska myndin Human Capital er byggð á samnefndri bók eftir Stephen Amidon. Hún hefur hlotið fjölmörg dæmi en þar ber hæst að nefna fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki en Valeria Bruni hreppti þau á kvikmyndahátíðinni í Tribeca árið 2014.
Brev til kongen er verðlaunamynd um fimm ólíkra einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að fara í dagsferð til Osló. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera flóttamenn í Noregi, en karakterarnir í myndinni upplifa allir afar viðburðarríkan dag þar sem glittir í atriði úr fortíð þeirra sem og mögulega framtíð. Myndin vann sem besta norræna myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2014 sem og að hún vann til fjölda verðlauna á hinni árlegu Amanda verðlaunafhendingu í Noregi.
Maður og kona eru ein í herbergi, ástfangin í laumi. Þau þrá hvort annað í taumlausum losta. Þau deila nokkrum augnablikum saman sem eru þýðingarlaus. Í það minnsta stendur maðurinn í þeirri trú að þau hafi verið fullkomlega þýðingarlaus. Í einni andrá sætir maðurinn, Julien, lögreglurannsókn þar sem hann á engin orð. Hvað gerðist? Hvað er hann ásakaður um? Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014 í flokknum Un Certain Regard og hefur hlotið stórgóða dóma gagnrýnenda.
Myndin gerist í Anatólíu og rannsaka þann gríðarlega ójöfnuð á milli ríkra og fátækra, á milli þeirra valdamiklu og valdalitlu í Tyrklandi. Myndin vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og FIPRESCI verðlaunin 2014. Myndin er framlag Tyrklands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin 2015.
[…] Bíóparadís fer nú fram Alþjóðleg barnamenningarhátíð með fullt af myndum sem hægt er að sjá með krökkum. Við Elísabet sáum Ernest og Celestína […]