Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

May 19, 2013 1 skoðun

Börn, unglingar og fjölskyldur þeirra munu njóta sannkallaðrar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 vikuna 29. maí – 4. júní 2013. Hátíðin mun færa börnum og unglingum á Íslandi aðgang að áhugaverðum barna- og unglingakvikmyndum sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim.

MIÐASALA FER FRAM Á MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU BÍÓ PARADÍS.

Nýjar evrópskar kvikmyndir

BORÐA SOFA DEYJA
(Svíþjóð 2012 / Aldur 7+ / íslenskur texti / 104 mín)
Sænsk verðlaunamynd. Rasa á pabba frá Austur Evrópu og vinnur í verksmiðju í Svíþjóð. Þegar hún missir vinnuna virðast henni öll sund lokuð þar sem hún er ómenntaður innflytjandi. En Rasa tekur málin í sínar hendur. Hér er hægt að kaupa miða: 
Sýnd
FIM 30. MAÍ kl 20:00
LAU 1. JÚNÍ kl 18:00
SUN 2. JÚNÍ kl 20:00

ERNEST OG CELESTÍNA
(Frakkland 2012 / Aldur 4 + / íslenska / 80 mín)
Mynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestine og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims. Kvikmyndin er talsett á íslensku en hún er jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
FIM 30. MAÍ – FÖS 31. MAÍ kl 18:00
LAU 1. JÚNÍ – SUN 2. JÚNÍ kl 13:00,15:00
ÞRI 4. JÚNÍ kl 18:00

SAGAN AF LILET
(Holland 2012 / Aldur 15+ / íslenskur texti / 105 mín)
imgres-3Áhrifamikil leikin mynd um það alvarlega vandamál sem barnavændi er í þriðja heiminum. Myndin er gerð fyrir börn, í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna í þeim löndum sem glíma við þessi vandamál. Lilet er handtekin úti á götu og sett í fangaklefa þar sem hún hittir Gloríu, góðlátlega konu sem vinnur við að aðstoða götubörn á Filipseyjum og heldur úti skólastarfi á vegum alþjóðlegs verkefnis. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
MIÐ 29. MAÍ & LAU 1. JÚNÍ: 20:00
SUN 2. JÚNÍ: 15:30

VEGAS 

 

 

(Noregur 2009 / Aldur 7+ / enskur texti / 118 mín)

Þú velur þér ekki fjölskyldumeðlimi en þú getur valið þér vini.Vegas er sagan af Tómasi, Maríönnu og Terje – þremur unglingum sem hittast á unglinga- heimili. Saman halda þau í ferð sem spannar ást, hatur og traust. Enginn endar ferðina á þeim stað sem
hann ætlaði upphaflega, en öll finna þau heimili. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
FIM 30. MAÍ kl 20:00
LAU 1. JÚNÍ kl 20:00
MÁN 3. JÚNÍ kl 20:00

VINIRNIR 

(Noregur 2009 / Aldur 7 + / íslenskur texti / 80 mín)
Myndin fjallar um ævintýri tveggja vinkvenna sem fara á vit ævintýranna í stórborginni Osló, í leit að vinkonu sinni og lenda þær í ýmsum skemmtilegum og óvæntum atvikum á ferðalagi sínu. Hér er hægt að kaupa miða: 
Sýnd
FIM 30. MAÍ kl 18:00
LAU 1. JÚNÍ kl 13:15
SUN 2. JÚNÍ kl 18:00
MÁN 3. JÚNÍ kl 20:00

WADJDA
(Sádí-Arabía 2012 / Aldur 11 + / íslenskur texti / 98 mín)
Wadjda er 10 ára telpa sem dreymir um að eignast reiðhjól en er sagt að það sé ekki í boði fyrir stúlkur. Hún er hinsvegar ekki tilbúin að sætta sig við það. Myndin varpar ljósi á hlutskipti kvenna í Sádí-Arabíu nútímans og sýnir að ein hugmynd getur breytt heiminum. Hér er hægt að kaupa miða: 
Sýnd
FÖS 31. MAÍ kl 20:00
SUN 2. JÚNÍ kl 20:00
ÞRI 4. JÚNÍ kl 20:00

Stuttmyndir
EVRÓPSKAR STUTTMYNDIR 
(Eistland / Lettland / Svíþjóð 2012 – 2013 / Allir aldurshópar/ 55 mín)
Það nýjasta í hreyfimyndagerð fyrir börn í Evrópu þar sem ímyndunarafl og litríkir karakterar fá að njóta sín. Margt óvenjulegt kemur hér við sögu eins og kjötbollur, broddlaus broddgöltur, grænt lamb og flókin hrærivél. Ekkert tal nauðsynlegt! Hér er hægt að kaupa miða:
Sýndar
MIÐ 29. MAÍ kl 18:00
SUN 2. JÚNÍ kl 13:15
ÞRI 2. JÚNÍ kl 18:00
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR
(Ísland 2000 – 2013 /Allir aldurshópar / íslenska / 56 mín)
Nokkar vel valdar íslenskar stuttmyndir fyrir börn. Ein myndin fjallar um Önnu og skapsveiflurnar hennar, önnur um níu ára stúlku sem stendur upp í hárinu á yfirgangsseggjum og sú þriðja fjallar ævintýri barna sem fara með afa sínum í heimsókn að leiði ömmu sinnar. Glæsilegar verðlaunamyndir Myndvers grunnskólanna eru sýndar með. Hér er hægt að kaupa miða: 
Anna og skapsveiflurnar – Leikstjórn: Gunnar Karlsson Handrit: Sjón (26 mín)
Hótel Jörð – Leikstjórn og handrit: Baldvin Z (10 mín)
In a heartbeat – Leikstjórn og handrit: Karolina Lewicka (7 mín)
Sýndar
FÖS 31. MAÍ kl 18:00
LAU 1. JÚNÍ kl 13:30
MÁN 3. JÚNÍ kl 18:00
Íslenskar myndir 
DUGGHOLUFÓLKIÐ
(Ísland 2007/Allir aldurshópar / 83 mín / Leikstjórn: Ari Kristinsson)
Kalli eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp. En sýndarheimar eru ekki bara á skjánum. Í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á -Duggholufólkið. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
LAU 1. JÚNÍ kl 18:00
SUN 2. JÚNÍ kl 13:30
STIKKFRÍ
(Ísland 1997/ Allir aldurshópar / 78 mín / Leikstjórn: Ari Kristinsson)
Hrefna er tíu ára gömul stúlka sem býr hjá móður sinni og stendur í þeirri trú að faðir hennar hafi alla tíð búið í Frakklandi. Á tíu ára afmælisdaginn sinn kemst hún að því að hann býr í raun og veru í Breiðholtinu. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
LAU 1. JÚNÍ kl 15:30
SUN 2. JÚNÍ kl 18:00
Klassískar barna – og unglingamyndir

E.T.

 

(Bandaríkin 1982 / Aldur 7+ / Íslenskur texti / 115 mín / Leikstjórn: Steven Spielberg)

Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni.E.T. langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. Hér er hægt að kaupa miða:
Sýnd
MIÐ 29. MAÍ kl 20:00
LAU 1. JÚNÍ kl 15:15
ÞRI 4. JÚNÍ kl 20:00

KARATE STRÁKURINN

(Bandaríkin 1984 / Allir aldurshópar / 126 mín / Leikstjórn: John G. Avildsen)

Kennari í bargdagalistum tekur að sér dreng sem lendir í ýmsu í lífinu, og kennir honum karate, en það er ýmislegt við þá list
annað en að berjast. Falleg og klassísk mynd um einstaka vináttu og ólíka menningarheima. Ekki missa af þessari! Hér er hægt að kaupa miða: 
Sýnd
FÖS 31. MAÍ kl 20:00
SUN 2. JÚNÍ kl 15:15
MÁN 3. JÚNÍ kl 17:40

 

Hér er hægt að lesa um frísýningar fyrir leik- og grunnskóla.

Ísland

Ein skoðun to “Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík”

  1. Api á menningarviðburði | DR. GUNNI says:

    […] Bíóparadís fer nú fram Alþjóðleg barnamenningarhátíð með fullt af myndum sem hægt er að sjá með krökkum. Við Elísabet sáum Ernest og Celestína […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.