Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Mrs. Miller á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð

Mrs. Miller á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð

May 27, 2013 Engin skoðun

Glæsilega verðlaunamynd Myndvers grunnskólanna er sýnd í flokknum íslenskar stuttmyndir, ásamt vel völdum íslenskum stuttmyndum á fyrstu Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Reykjavík 2013.

Mrs. Miller, mynd sem sigraði í yngri flokk Myndvers grunnskólanna,  fjallar um tvo krakka sem verða forvitnir um afdrif heimsfrægrar kvikmyndastjörnu (Mrs. Miller) og reyna að leysa 10 ára gamla morðgátu sem leiðir til óvæntra endaloka. Kvikmyndagerðarmenn: Karólína Jack, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Helga Björg Óladóttir, Elísa Björg Tryggvadóttir og Una Mist Óðinsdóttir.

Aðrar íslenskar stuttmyndir sem sýndar eru í pakkanum “Íslenskar stuttmyndir” eru:

Anna og skapsveiflurnar – Leikstjórn: Gunnar Karlsson Handrit: Sjón (26 mín)
Hótel Jörð – Leikstjórn og handrit: Baldvin Z (10 mín)
In a heartbeat – Leikstjórn og handrit: Karolina Lewicka (7 mín)
Sýningartímar eru:
FÖS 31. MAÍ kl 18:00
LAU 1. JÚNÍ kl 13:30
MÁN 3. JÚNÍ kl 18:00
Hægt er að nálgast miða í miðasölu Bíó Paradísar og á miða.is hér: 
Uncategorized
Engin skoðun á “Mrs. Miller á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.