Dagskrá barnakvikmyndahátíðar er goggur
Dagskrá fyrstu Alþjóðlegar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík er sérstök fyrir margar sakir, þar sem hún er brotin saman í gogg. Börnum og foreldrum er velkomið að taka eintak með sér heim, en “goggurinn” liggur á víð og dreif bæði í bíóhúsinu og um borgina. Dagskrána er hægt að skoða hér en það kostar aðeins 1000 kr á allar myndir hátíðarinnar. “Dagskrárgoggurinn” er skemmtileg útfærsla, hönnuð af Ragnari Visage.