Charles Bradley: Soul of America
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 75 mín
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Poull Brien
- Aðalhlutverk: Charles Bradley, Alex Everett, Jonny Santos
- Sýnd: 2. ágúst kl 20:00 – Sérsýning
Efni: Í myndinni er Charles Bradley fylgt eftir þar sem hann ræðst í fyrstu útgáfu sólóplötu sinnar No Time for Dreaming. Myndin var frumsýnd á South By Southwest hátíðinni í Austin og hélt þaðan á allar helstu heimildakvikmyndahátíðir heims, m.a. Hot Docs, Best of Hot Docs, Silverdocs ásamt því að hafa ferðast um Alþjóðlegar kvikmyndahátíðir víðsvegar um heim. Charles var 62 ára þegar hann réðst í að gera sólóverkefni sitt að veruleika, en fram að því hafði hann flutt lög eftir James Brown nær alla ævi. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða þann 2. ágúst 2013 kl 20:00. Sýningin er haldin í samstarfi við LUCKY RECORDS.
Að sýningu lokinni verður slegið upp allsherjar soul partýi í anddyri Bíós Paradísar þar sem plötusnúðar munu sjá um að halda uppi stuðinu og tilboð verður á veigum í sjoppunni.
Báðar plötur Charles Bradley verða til sölu fyrir og eftir sýningu ásamt öðrum plötum úr katalógi bandarísku soul útgáfunnar Daptone Records, en útgáfufyrirtækið Record Records er opinber dreifingaraðili Daptone katalógsins hér á landi. Charles Bradley og allar hinar Daptone plöturnar verða sömuleiðis til sölu í Lucky Records, Rauðarárstíg 10, frá og með fimmtudeginum 25. júlí.
Það er óhætt að lofa frábærri skemmtun og miklu stuði í Bíó Paradís föstudagskvöldið 2. ágúst. Athugið að myndin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti. Miðasala fer fram á midi.is hér og í miðasölu Bíó Paradís, Hverfisgötu 54 frá kl 17 alla daga.
[…] Norðursins mun gefa nokkra miða á heimildarmyndina Charles Bradley: Soul of America sem verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20:00. Í myndinni er fylgst […]