The Weight of Elephants
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 83 mín
- Land: Nýja – Sjáland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Daniel Borgman
- Aðalhlutverk: Angelina Cottrell, Anna Hewlett, Demos Murphy
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: Nánar tilkynnt síðar
Efni: Adrian er tíu ára strákur, sem býr með ömmu sinni og frænda þar sem móðir hans hefur yfirgefið hann. Hann lifir nokkuð draumkenndu lífi en þar sem hann býr er náttúran stórkostleg í Ný- Sjálensku úthverfi. Um leið það fréttist út í bænum þar sem hann býr að þrjú börn eru horfin, flytur ný fjölskylda í hverfið þar sem Adrian (Demos Murphy) eignast góða vinkonu og virðist í leiðinni vera á góðri leið með að leysa ráðgátuna um horfnu börnin. Myndin er saga um vináttuna og einmanaleikann, og þær tilfinningar sem Adrian upplifir sem ungur drengur í flókinni veröld. Ljóðræn myndataka og stórleikur aðalsöguhetjunnar undirstrikar góða frásögn af frábærri listrænni kvikmynd, sem hefur hlotið lof gagnrýnenda víða um heim.
The Weight of Elephants – International Trailer from Katja Adomeit on Vimeo.