Director´s cut sýning á The Act of Killing
Sunnudaginn 8. september kl. 18:00 verður heimildamyndin The Act of Killing sýnd í lengri útgáfu leikstjórans (e. Director’s Cut) í Bíó Paradís ásamt því að boðið verður upp á Q&A með leikstjóranum Joshua Oppenheimer í gegnum samskiptaforritið Skype. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða á þessari lengri útgáfu myndarinnar.
Um myndina: Í The Act of Killing er skorað á fyrrum foringja dauðasveita í Indónesíu að endurleika fjöldamorð, sem þeir sjálfir frömdu, í öllum þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, m.a. í klassískum Hollywood glæpastíl og í glæstum söngleikjastíl. Þessi nýstárlega nálgun leikstjórans Joshua Oppenheimer veitir áhorfendum áður óþekkta sýn á það hvað á sér stað í hugum manna sem fremja slíka glæpi gegn mannkyninu og skilur engan eftir ósnortin. Þessi stórbrotna heimildarmynd hefur unnið fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á borð við CPH:DOX, Bodil Awards og Berlin International Film Festival.
Hér er hægt að lesa meira um viðburðinn á Facebook
Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
The Act of Killing hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim:
“Here’s the best, and the most horrific, movie of this year’s Toronto film festival.” – The Guardian
“Never before has anyone made a documentary like “The Act of Killing”… a film that begs to be seen, then never watched again.” – Variety.com
“Without this unique vehicle for truth-telling, this story would never come to light… The Act of Killing is one of the most extraordinarily effective examples of documentary filmmaking that I’ve seen… even when you try you will never, ever forget it.” – The Independent Critic
“…one of the most important documentaries around.” – Toronto Film Scene.