10.000 asti vinurinn á Facebook
Í síðustu viku náðum við þeim stóra áfanga að 10.000asti vinurinn bættist í hópinn hér á síðunni okkar.
Það var menntaskólaneminn Sólveig Bjarnadóttir sem var vinur númer 10.000 og sem þakklætisvott fékk hún Bíó Paradís Klúbbkort, sem gefur henni aðgang að 12 sýningum að eigin vali í Bíó Paradís auk fjölda annarra fríðinda.
Við þökkum öllum vinum okkar fyrir að hafa hjálpað okkur að ná þessum áfanga og nú stefnum við ótrauð á 20.000 vina múrinn!
Hér er Facebook síða Bíó Paradís