NO
- Tegund og ár: Drama, 2012
- Lengd: 118 mín
- Land: Chile
- Leikstjóri: Pablo Larraín
- Aðalhlutverk: Gael García Bernal, Alfredo Castro, Antonia Zegers
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: 14. og 15. september 2013
Efni: Myndin byggir á óútgefnu leikriti, El Plebiscito, eftir rithöfundinn Antonio Skármeta, en hún var jafnframt framlag Chile til Óskarsverðlaunanna árið 2012. Handritið er byggt á leikverki eftir Skármeta og segir myndin segir frá raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í Chile árið 1988 þegar Pinochet boðaði til kosninga, vegna alþjóðlegs þrýstings og aukinna óvinsælda í heimalandinu, um framtíð sína á forsetastóli. Andstæðingar Pinochets skipulögðu áhrifaríka auglýsingaherferð þar sem landsmenn voru hvattir til þess að segja nei í kosningunum, og öllum að óvörum varð nei ofan á, og Pinochet lét þar með af embætti. Myndin hefur hlotið afbragðsviðtökur og skartar ekki minni stjörnum en Gael García Bernal í aðalhlutverki. Myndin verður frumsýnd á Bókmenntahátíð í Reykjavík, en verður sýnd í Bíó Paradís helgina 14. – 15. september, svo það er um að gera að missa ekki af þessari frábæru og einstöku mynd. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Hér er hægt að lesa meira um höfundinn Antonio Skármeta á vef bókmenntahátíðar
No is a 2012 Chilean drama film directed by Pablo Larraín. The film is based on the unpublished play El Plebiscito, written by Antonio Skármeta. Mexican actor Gael García Bernal plays René, an in-demand advertising man working in Chile in the late 1980s. The historical moment the film captures is when advertising tactics came to be widely used in political campaigns. The campaign in question was the historic 1988 plebiscite of the Chilean citizenry over whether general Augusto Pinochet should have another 8-year term as President. At the 85th Academy Awards the film was nominated for the Best Foreign Language Film Oscar. The film is premiered on Reykjavík International Literal Festival, but will be screened in Bíó Paradís the weekend 14th – 15th of September, so dont miss out! Here you can buy tickets: