Kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga haustið 2013
Í boði er kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga á þriðjudögum/fimmtudögum í nokkrar vikur á haustönn 2013. Sýningar fyrir börn eru klukkan 10:00 og sýningar fyrir eldri nemendur klukkan 13:00, en þær stundum endurteknar á fimmtudagsmorgnum til að fleiri geti nýtt tækifærið. Verkefnisstjóri er Oddný Sen.
Tilgangurinn með sýningunum er alhliða kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga í grunnskólum. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru klassískar perlum frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum.
Á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmyndirnar. Leitast verður við að skoða margvísleg temu eins og unglingsárin, úrvinnslu tilfinninga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, tengsl nútíma kvikmynda við kvikmyndasöguna, sjónarhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt.