Camille Claudel 1915
- Tegund og ár: Drama/byggt á sjálfsævisögu 2013
- Lengd: 95 mín
- Land: Frakkland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Bruno Dumont
- Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Jean-Luc Vincent, Emmanuel Kauffman
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: 11. október
Efni: Á enda ferils síns, þjáist höggmyndalistamaðurinn Camille Claudel af geðrænum vandamálum. Hún eyðileggur styttur og sköpunarverk sín ásamt því sem hún heldur því stöðugt fram að fyrrum elskhugi sinn Auguste Rodin hafi alla tíð stefnt að því að gera sér lífið leitt. Einn daginn sendir yngri bróðir hennar hana á hæli í útjaðri Avignon. Camille reynir að sannfæra lækninn sinn um það að hún sé fullkomlega heilbrigð, og það sé alveg með ólíkindum að hún þurfi að dvelja í kring um fólk sem augljóslega eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún verður örvæntingarfull og þráir það einna heitast að bróðir hennar snúist hugur og bjargi henni úr aðstæðunum. Stórbrotin mynd sem er byggð á sjálfsævisögu eftir höfundinn og leikstjórann Bruno Dumont, en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2013. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is