Heimildamynd um Hverfisgötu
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 20 mín
- Land:Ísland
- Leikstjóri: Magnea Valdimarsdóttir
- Styrktarsýning, sýnd laugardaginn 12. október kl 17:00.
- Aðgangseyrir: Frjáls framlög í bauk – allur ágóði rennur til gistiskýlis Samhjálpar
Efni: Aðalpersóna myndarinnar heitir Helgi, sem er öryrki. Hann hefur stundað það að blessa öll húsin við götuna en hann hefur alltaf búið í sama húsi við Hverfisgötu. Við fáum að fylgjast með honum að störfum og komast að því af hverju hann blessar húsin. Við kynnumst götulist og götulífi í sambland við gamlar ljósmyndir frá byrjun 20.aldar. Hverfisgata er fyrsta breiðgatan í Reykjavík. Hún á sér langa og skrautlega sögu en nú eru breytingar í bígerð því borgarstjórn hefur lagt fé í að gera götuna upp. Verður Hverfisgata áfram gatan sem hýsir og fóðrar jaðarmenninguna? Myndin fjallar um samfélagið út frá götu í miðbæ lítillar höfuðborgar.
“Hverfisgata” er heimild um nútíð og þátíð um miðbæjarþorpið 101 Reykjavík, en um Reykjavíkurfrumsýningu er að ræða.
LAUGARDAGINN 12.OKTÓBER KL.17. ALLUR ÁGÓÐI AF SÝNINGUNNI RENNUR TIL GISTISKÝLIS SAMHJÁLPAR
Gistiskýli Samhjálpar að Þingholtsstræti 25 í Reykjavík er rekið í samvinnu við Reykjavíkurborg fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Oftast sækja að Gistiskýlinu mjög veikir alkahólistar sem eiga að baki langa og stranga neyslu vímugjafa. Sumir þeirra hafa lifað á götum borgarinnar svo vikum skiptir þegar þeir knýja dyra. Nú er svo komið að núverandi húsnæði getur ekki hýst alla sem þar leita hjálpar.