Mud
- Tegund og ár: Drama, 2012
- Lengd: 130 mínútur
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Jeff Nichols
- Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Reese Witherspoon, Tye Sheridan, Jacob Lofland
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 18. október
Efni:Kvikmyndin Mud er eftir leikstjórann Jeff Nichols (Take Shelter) og hefur henni m.a. verið lýst sem nútímaútgáfu af sögu sem hefði getað verið eftir Mark Twain. Jeff skrifar sjálfur handritið og hefur myndin hlotið afburðadóma, bæði sagan og ekki síður stórleikur Matthews McConaughey og hinna ungu mótleikara hans, Tyes Sheridan og Jacobs Lofland. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Mud gerist við Mississippifljót. Tveir fjórtán ára piltar, þeir Ellis og Neckbone, uppgötva að í eyju úti í ánni hefur flóttamaður sem kallar sig Mud falið sig. Í ljós kemur að hann er eftirlýstur fyrir morð en það sem honum sjálfum er efst í huga er að hitta aftur unnustu sína, Juniper. Svo fer að óvenjuleg vinátta myndast á milli flóttamannsins og piltanna tveggja sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir þá alla og aðra sem við sögu koma.
Mud hefur fengið gríðarlega góða dóma og var meðal annars tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2012.
“McConaughey is on a roll, and this part, which Nichols wrote for him, is the strongest and most subtle lead performance of his career.” Rogerebert.com
“Bolstered by a strong performance from Matthew McConaughey in the title role, Mud offers an engaging Southern drama that manages to stay sweet and heartwarming without being sappy.” Rotten Tomatoes 98%