Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir Sunnudagar snúa aftur!

Svartir Sunnudagar snúa aftur!

Oct 17, 2013 Engin skoðun

Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) er stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, munu standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur.

Síðasti vetur gekk vonum framar, þar sem fjöldinn allur mætti á mjög fjölbreytta og beitta dagskrá sem í boði var. Í hverri viku sér nýr listamaður um plakatahönnun Svartra Sunnudaga, og er sölusýning þeirra plakata síðastliðins veturs aðgengileg í innra rými Bíó Paradís. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar kult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku.

Dagskrá vetrarins er fjölbreytt og spennandi. Ætlunin er að Svartir Sunnudagar “snúi aftur” næstkomandi sunnudag. Þeir hefja vetrardagskrána á meistaraverkinu og kult klassíkinni Videodrome í leikstjórn Davids Cronenberg, myndin er svo sannaralega súrealísk útfærsla á hugmyndinni um hvernig áhrif fjölmiðlar hafa á líf fólks. Myndin er sýnd 20. október kl 20:00 í stafrænni snilld og nýju hljóðkerfi í Bíó Paradís!

Myndirnar eru teknar við opnun plakatasýningu Svartra Sunnudaga síðastliðið vor. Sýningin er aðgengileg í innra rými Bíó Paradísar.

947168_515975721772347_120321993_n
922972_515975758439010_42213824_n
Fréttir/pistlar, Ísland, Svartir sunnudagar, Uncategorized
Engin skoðun á “Svartir Sunnudagar snúa aftur!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.