Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Dagur myndlistar – næstkomandi laugardag í Bíó Paradís

Dagur myndlistar – næstkomandi laugardag í Bíó Paradís

Oct 29, 2013 Engin skoðun

Myndbandsverk verða sýnd í Bíó Paradís á Degi Myndlistar laugardaginn 2. nóvember kl 14:00 – 17:00.

Myndbandsverkið sem sýnt verður: 

Róska
Gjörningur fluttur 29.02.1996
Tímalengd 55.mín
Guðmundur Bjartmarsson kvikmyndaði

Gjörningurinn var fluttur í gryfjunni í Nýló við Vatnsstíg 3b og tók eitthvað  um þrjá tíma. Senan er eins og manneskjan (Róska) vakni til veruleika sem virðist fremur dimmur og vonlaus. Hún rís úr bælinu og hefst handa, reynir að hitta á skotskífu en missir ítrekað marks, málar myndir á veggina, bregður sér í hlutverk, heldur fyrirlestra um lífið og listina, um súrrealismann sem var henni svo kær, um ástina ofl. Ávarpið sem hún flytur um súrrealismann í gjörningnum Súrrealisminn lifir, er að finna í bók sem Nýló og Mál & Menning gáfu út árið 2000 á bls. 132. Þessi gjörningur var sá síðasti sem Róska gerði en hún lést þrettán dögum síðar.

Róska eða Ragnhildur Óskarsdóttir var fædd í Reykjavík árið 1946 samkvæmt vegabréfinu hennar, rétt er að hún var jafnaldra John Lennon. Hún fékkst við málverk og ljósmyndun en það liggja líka eftir hana kvikmyndir, ber þar helst að nefna Elettra, Sóley og Ólafur Liljurós. Róska var róttæk, virk í pólistísku andófi og andófi almennt, var kommúnisti og femínisti. Hún lærði kvikmyndagerð í Prag og Róm, þar sem hún bjó lengst af.

Fréttir/pistlar, Ísland, Uncategorized
Engin skoðun á “Dagur myndlistar – næstkomandi laugardag í Bíó Paradís”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.