Ástarmálin og hnignun heimsvelda
- Titill: The Decline of the American Empire
- Tegund og ár: Drama, grínmynd 1986
- Lengd: 101 mín
- Land: Kanada
- Leikstjóri: Denys Arcand
- Aðalhlutverk: Dominique Michel, Dorothée Berryman, Louise Portal
- Dagskrá: Sérsýning
- Sýnd: Laugardaginn 9. nóvember kl 18:00 – frísýning
Á hnignunartímum heimsvelda hugsa allir fyrst og fremst um kynlíf. Þetta er baksvið myndarinnar The Decline of the American Empire eftir Kanadamanninn Denys Arcand, en framhaldsmyndin The Barbarian Invasions vann Cesar verðlaunin árið 2004 og var jafnframt Óskarsverðlaun sama ár. Myndin var gerð árið 1986, sama ár og Reagan og Gorbachev hittust í Höfða og veldi Bandaríkjanna virtist vera að ná hápunkti sínum. En fyrir Arcand var hnignunin þegar orðin augljós og rétt eins og Rómverjar í sinni síðustu orgíu lætur hann persónur sínar, fjóra karlmenn og fjórar konur, skeggræða ástarmál sín fram og tilbaka, löngu áður en Sex and the City þættirnir birtust fyrst á skjánum.
Sýningin er jafnframt útgáfuhóf Vals Gunnarsson, sem nýverið gaf út bókina Síðasti elskhuginn og sækir í sama brunn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgáfupartí er haldið í bíói hérlendis, enda hefst ástarsaga hans í sama bíó. Fyrir myndina mun hann ræða sögusvið hennar. Hver er staða mála á Íslandi í dag eftir að herinn dró sig heim? Hvernig er ástarmálum okkar háttað? Og erum við með einhverja sérstaka íslenska leið til að nálgast ástina?
Bíó Paradís, laugardaginn 9. nóvember, kl. 18.00, frítt inn.
Hér er viðburðurinn á Facebook:
Vakin er athygli á því að tilboð verður á vínveitingum, tveir fyrir einn, á kaffihúsi Bíó Paradís frá kl 17:00- 20:00.