Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Kúbönsk kvikmyndavika

Kúbönsk kvikmyndavika

Nov 12, 2013 Engin skoðun

Við kynnum með stolti Kúbanska kvikmyndaviku í Bíó Paradís dagana 21. – 26. nóvember. Sýndar verða sex nýlegar kvikmyndir, allar með enskum texta. Kúbanir hafa framleitt töluvert af kvikmyndum síðan 1960, sérstaklega fyrstu árin eftir byltingu og síðustu tvo áratugi samfara endurmati á ýmsu sem aflaga hafði farið á Kúbu. Ein þeirra var kvikmynd Tomás Gutiérrez Aléas, Jarðaber og súkkulaði (1994) sem tilnefnd var til Óskarsverðlaunanna.

Kúbönsk kvikmyndavika pdf. dagskrá

el_benny2Benny Moré
Jorge Luis Sánchez • 2006 • El Benny • Lengd 120 mín.
Leikin mynd sem fjallar um líf og störf Benny Moré, eins þekktasta söngvara Kúbu á sjötta áratug síðustu aldar. Í myndinni eru nýjar útgáfar söngva hans fluttar af m.a. Chucho Valdés, Juan Formael (Los VanVan), Orishas og Haila. Myndin hlaut verðlaun á New Latin American Cinema hátíðinni í Havana í desember 2006. Myndin hlaut fyrstu verðlaun á Festival de Cine Pobre Humberto Solás 2009.
Á undan sýningu kl. 19: Sýning, Salsa Iceland. Eftir sýningu kl. 22: Opnunarhátíð. Fimmtudag 21.11. kl. 20 og laugardag 23.11. kl. 22.

cartel-poster-ciudad-rojoHáskaborg
Rebecca Chávez • 2009 • Ciudad en Rojo • Lengd 90 mín.
Sólarhringur í Santíagóborg í lok sjötta áratugarins. Á yfirborðinu virðist allt ganga sinn vanagang, en herinn þrammar um göturnar og enginn er öruggur. Banatilræði og grimmileg hefnd skiptast á – stuðningur við skæruliða er mikill, einkum meðal ungs fólks. En hvaða áhrif hefur það á sjálfa manneskjuna að beita ofbeldi – þótt það sé í þágu góðs málstaðar? Fyrsta mynd Rebecca Chávez, kvikmyndagagnrýnanda og heimildarmyndagerðarkona. Hún tók þátt á andspyrnuhreyfingunni gegn Batista á sínum yngri árum. Myndin var valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Montreal 2009 og byggir á skáldsögunni Bertillión 166, sem hlaut bókmenntaverðlaun Casa de Las Americas árið 1960. Föstudag 22.11. kl. 20. Bönnuð innan 16 ára.

???????Stóri vinningurinn
JC Cremata & Iraida Malberti • 2008 El Premio Flaco • Lengd 100 mín.
Iluminada, hin góðhjartaða býr ásamt óhefluðum eiginmanni sínum í fátækrahverfi í Havana fyrir byltingu. Hún dettur í lukkupottinn þegar hún vinnur i happdætti – eða hvað…? Tragíkómísk mynd um það sem gerist þegar allt breytist skyndilega og að það mikilvægasta í lífinu, þegar á reynir, er að sleppa aldrei hendinni af hinu góða. Myndin hlaut verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Havana 2010. Laugardag 23.11 kl. 20.

HabanastationHavanastöðin
Ian Padrón • 2011 • Habanastation • Lengd 95 mín.
Glaður og vel upp alinn drengur býr við allsnægtir, í að því er virðist fullkominni fjölskyldu. Pabbinn er jass-tónlistarmaður á alþjóðavísu, mamman upptekin stjórnandi. Í bekknum hans er strákur úr fátæku hverfi sem amman sér um, mamman er dáin og pabbinn í fangelsi. Leiðir þeirra skarast. Þetta er kvikmynd fyrir ungt fólk á öllum aldri sem snertir viðkvæman streng í kúbönsku samfélagi. Myndin nýtur mikillar hylli á Kúbu, en hún er að hluta sjálfsævisaga leikstjórans, Padrón. Myndin hlaut verðlaun m.a. á Festival de Cine Pobre Humberto Solás 2012 og Traverse International Film Festival í Michigan 2012. Sunnudag 24.11. kl. 20.

desanparadosParadísarmiði
Gerardo Chijona • 2010 • Boleto al Paraíso • Lengd 88 mín.
Snemma á tíunda áratugnum flýr táningsstelpa smábæinn og stjórnsaman pabba sinn og kemst með aðstoð nokkurra kúbanskra þungarokkara til Havana. Ekki hefur verið gerð kvikmynd áður um þennan kúbanska menningarafkima sem er falinn. Hún kafar ofan í ókunna hluta Havanaborgar þar sem aðrir ráða ríkjum. Jafnvel þar er rómantíkin – vonlaus ástarsaga sem endar á Los Cocos; AIDS-sjúkrahúsinu.
Myndin hlaut verðlaun á Festival de Biarritz – Cinémas et Culture d’Amerique Latin og á Kvikmyndahátíðinni í Havana, New York 2010 og Premio Goya 2011. Mánudag 25.11. kl. 20.

casa_viejaGamla húsið
Lester Hamlet 2010 • Casa vieja • Lengd 95 mín.
Eftir 14 ár á Spáni snýr Esteban aftur til Kúbu þar sem faðir hans liggur fyrir dauðanum. Fjölskylduharmleikur í þremur þáttum; þrír dagar þar sem þrjú systkini hittast: Esteban hinn gáfaði arkitekt, byltingarsinninn og myndhöggvarinn Diego og dóttirin Laura sem býr heima. Þau fylgja föður sínum til grafar og rifja upp gömul sárindi, horfna drauma og leyndarmál. Myndin hlaut verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Havana, Nuevo Cine Latinoamericano og Festival de Cine Pobre Humberto Solás 2010 ásamt hátíðinni í Malaga 2011. Þriðjudag 26.11 kl. 20.

Fimmtudagur, 21. nóvember

kl 19:00 Salsa Iceland – sýning

kl. 20: Benny Moré • El Benny (Opnunarmynd)

kl. 22: Opnunarhátíð

Föstudagur, 22. nóvember

kl. 20: Háskaborg • Ciudad en Rojo
(16 ára aldurstakmark)

Laugardagur, 23. nóvember

kl. 20: Stóri vinningurinn • El Premio flaco

kl. 22: Benny Moré • El Benny (Endursýning)

Sunnudagur, 24. nóvember

kl. 20: Havanastöðin • Habanastation

Mánudagur, 25. nóvember

kl. 20: Paradísarmiði • Boleto al Paraíso
(Aldurstakmark)

Þriðjudagur, 26. nóvember

kl. 20: Gamla húsið • Casa vieja

Fréttir/pistlar, Kúba, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Kúbönsk kvikmyndavika”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.