Paradís: Von
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 92 mín
- Land: Austurríki
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Ulrich Seidl
- Handrit: Ulrich Seidl, Veronika Franz
- Aðalhlutverk: Melanie Lenz, Verena Lehbauer, Joseph Lorenz
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: Frumsýnd 23. nóvember að leikstjóranum Ulrich Seidl viðstöddum. Spurt og svarað eftir sýninguna.
Efni: Myndin fjallar um Melanie sem er þrettán ára, en hún eyðir sumarfríi sínu í megrunarbúðum úti á landi í Austurríki. Á milli líkamsæfinga og næringarfræðitíma, koddaslags og þess að fikta við reykingar, þá verður hún ástfangin af fertugum manni, og í sakleysi sínu reynir að tæla hann eftir mestum mætti. Paradís: Von fjallar um unglingabúðir og fyrstu ástina. Myndin er sú þriðja í Paradísartríólógíu Austuríska leikstjórans Ulrich Seidl, en fyrsta mynd hans Paradís: Ást fjallar um móður Melanie sem ferðast til Kenýa sem kynlífsferðamaður. Paradís Ást sjá hér. Önnur mynd hans Paradís: Trú fjallar um Önnu Mariu, einhleypa konu á sextugsaldri sem hefur helgað líf sitt Jesú, en hún er nú í sýningum í Bíó Paradís, sjá hér:
Hér er hægt að kaupa miða á midi.is