TEDx Reykjavík Women
TEDxReykjavík býður þér á beina útsendingu frá TED Women ráðstefnunni sem haldin er í San Francisco 5. desember nk. Viðburðurinn verður haldinn í Bíó Paradís. Þetta er þriðja árið í röð sem TED Women ráðstefnan er haldin og er áherslan í ár á uppfinningar: allt frá nýjustu tækniframförum yfir í hvernig finna má nýjar leiðir til að uppræta fátækt. Meðal fyrirlesara verða Sheryl Sandberg, COO hjá Facebook og höfundur bókarinnar Lean In.
TED Women er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, enda er slagorð samtakanna “Ideas Worth Spreading”. TEDx ráðstefnur (x’ið stendur fyrir sjálfstætt skipulagðar ráðstefnur) eru haldnar út um allan heim og verður hin íslenska TEDxReykjavík haldin í þriðja sinn á næsta ári. Hér er viðburðurinn á Facebook
Dagskrá:
18:30-20:30 To Be Is To Do
22:15-00:00 Wisdom Begins With Wonder
00:15-02:00 To Move The World First Move Yourself
Dagskráin er í þremur liðum og verður hlé á milli dagskrárliða þar sem hægt verður að kaupa sér veitingar. Ekki missa af þessu tækifæri til að heyra hvað konur um allan heim eru að gera til að móta framtíðina.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Hér má lesa meira um TED Women: http://
ENGLISH
Thursday December 5th TEDxReykjavik will host a live webcast of the TED Women event which is held in San Francisco. This will be the third year that the event is held and this year the focus is on Inventions in all its forms: everything from technology inventions to new solutions to poverty. Among the speakers will be Sheryl Sandberg, COO at Facebook and the writer of Lean In.
TED Women is a part of TED, a non-profit organization that aims to bring together the world’s most fascinating thinkers and leaders, which is apparent from their slogan, “Ideas Worth Spreading”. TEDx conferences (the x stands for independently organized event) are held all around the world and the Icelandic TEDxReykjavík will be held for the third time next year.
Program:
18:30-20:30 To Be Is To Do
22:15-00:00 Wisdom Begins With Wonder
00:15-02:00 To Move The World First Move Yourself
The program is in three parts, there will be breaks in between the parts where guests can buy refreshments. Don’t miss this opportunity to hear about what women all over the world are doing to shape the future.
Free admission and everyone is welcome.
Here you can read more about TED Women:
http://