Barnasýningar um helgar
Helgina 2. -3. nóvember munu þrjár myndir vera á dagskrá í Bíó Paradís.
Bíó Paradís sýningar á barna- og unglingakvikmyndum alla laugardaga og sunnudaga kl. 16:00. Boðið verður upp á áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim. Markmið sýninganna er að bjóða upp á fjölbreytt og vandað kvikmyndaframboð fyrir börn og fjölskyldufólk á Íslandi, sýna myndir sem hafa fræðandi og þroskandi áhrif og víkka út sjóndeildarhring barna og unglinga á sama tíma og þau gleyma sér í töfraheimi kvikmyndanna.
Miðaverð er einungis 1000 kr. Trópí/Svali og lítill pop á einungis 400 kr.
Ernest og Celestína
Tegund og ár: Teiknimynd, 2012
Lengd: 80 mín
Land: Frakkland
Leikstjórar: Stéphane Aubier, Vincent Patar, Benjamin Renner
Aðalhlutverk: Lambert Wilson, Pauline Brunner, Anne-Marie Loop
Texti: Íslensk talsetning
Dagskrá: Nýjar myndir
Sýnd: Sýnd um helgar – barnasýningar Bíó Paradís
Efni: Mynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestínu og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims en hún er byggð á barnabókaseríu eftir teiknarann og höfundinn Gabrielle Vincent. Kvikmyndin er talsett á íslensku. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Ernest og Celestine íslensk talsetning
Helstu leikraddir: Ernest Orri Huginn Ágústsson Celestína Álfrún Örnólfsdóttir Grákolla Ragnheiður Steindórsdóttir Georg Steinn Ármann Magnússon Lúsía Inga María Valdimarsdóttir Leó Grettir Valsson Yfirtannlæknarotta Þór Tulinius Grizzli dómari Sigurður Sigurjónsson Marmot dómari Víðir Guðmundsson Antonía Steinunn Lárusdóttir Lísa Áslaug Lárusdóttir Lögreglubjörn Steinn Ármann Magnússon
Þýðandi: Oddný Sen Þýðing á söngtexta: Davíð Þór Jónsson Tæknistjóri: Kristinn Sigurpáll Sturluson Leikstjóri: Þór Tuliníus Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir
Íslensk talsetning Stúdíó Sýrland 2013.
Wadjda
Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
Lengd: 98 mín.
Land: Sádí Arabía
Texti: Íslenskur
Leikstjóri: Haifaa Al Mansour
Aðalhlutverk: Reem Abdullah, Waad Mohammed og Abdullrahman Al Gohani
Sýnd frá: Barnasýningar um helgar
EFNI: Wadjda (Waad Mohammed) er hress og kát 10 ára stúlka. Hana dreymir um að eignast reiðhjól og hefur augastað á einu slíku en móðir hennar og kennari benda henni á að slíkt tæki sé ekki ætlað stúlkum. En Wadjda er staðráðin í að láta draum sinn rætast og eygir möguleika í stöðunni þegar efnt er til verðlaunasamkeppni í skólanum. Á meðan bíður mamma hennar (Sádí arabíska sjónvarspsstjarnan Reem Abdullah) milli vonar og ótta eftir ákvörðun eiginmanns síns um frekara kvonfang þar sem hún hefur ekki getað borið honum son.
UMSÖGN: Þetta er fyrsta kvikmyndin sem tekin er upp að öllu leyti í Sádí Arabíu. Leikstýran Haifaa Al Mansour byggir að nokkru leyti á æskuminningum sínum en myndin ber sterkan keim af mörgum írönskum kvikmyndaperlum síðustu tveggja áratuga. Myndin var frumsýnd á Feneyjahátíðinni síðsumars og hefur hlotið frábærar viðtökur. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Mamma, ég elska þig
- Tegund og ár: Drama, 2013
Lengd: 83 mín
Land: Lettland
Leikstjórar: Janis Nords
Aðalhlutverk: Kristofers Konovalovs, Vita Varpina, Matiss Livcans
Texti: Íslenskur texti
Dagskrá: Nýjar myndir
Sýnd: Barnasýningar um helgar
Efni: Mamma, ég elska þig er raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf viðkvæms ungs drengs, Raimond. Í myndinni er því líst á einstaklega viðkæman hátt þeim samskiptum sem móðir og sonur þurfa að glíma við til þess að endurbyggja samband sitt.
Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013, sem og á kvikmyndahátíðinni í Zlin vann hún til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is