Konur í stríði: kvikmyndasýning
KFUM og KFUK stendur fyrir kvikmyndasýningum í Bíó Paradís í samstarfi við UN women á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði.
Næsta kvikmyndasýningin verður þriðjudaginn 10. desember kl. 20 þar sem myndin Pray the Devil Back to Hell verður sýnd. Hún fjallar um viðbrögð kvenna við borgarastyrjöld í Líberíu. Eftir kvikmyndasýningarnar verður boðið upp á umræður í tengslum við efni myndanna.
Miðaverð er aðeins 500 kr.